Matreiðsluklúbbur AB – Hjálparkokkurinn í þessum klúbbi kom út tvær mismunandi gerðir af matreiðslubókum, annars vegar Hjálparkokkurinn og hins vegar Matar- og vínklúbbur AB.
Hjálparkokkurinn matreiðsluklúbbur var í gangi hjá Almenna bókafélaginu (AB) á árunum frá 1984 til 1988. Stærð á pr. bók var 19 sm x 26 sm. Ritstjórar matreiðsluklúbbsins voru þeir: Sigurður Sumarliðason og Úlfar Eysteinsson. Matreiðslubækurnar koma upphaflega út á Norsku og heitir Hjemmets kokebokklubb. Bók kom út yfirleitt í hverjum mánuði og erum við með um 24 á skrá en örugglega eru um og yfir 50 bækur eru í þessum flokki.
Matar- og vínklúbbur AB var í gangi hjá Almenna bókafélaginu (AB) á árunum frá 1993 til 1994. Stærð pr. bókar var 15 sm x 29, miklu færri bækur komu út í þessum flokki eða 12 bækur. Umsjónamaður fyrir íslensku útgáfunni var Sigurður L Hall. Matreiðslubækur þessar komu upphaflega út hjá Salamander Books Ltd