Skipið
Óveðursský hrannast upp og eldingar rista himininn þegar fraktskipið Per se leggur úr höfn á Grundartanga og tekur stefnuna á Suður-Ameríku. Níu skipverjar eru um borð, flestir með eitthvað misjafnt í farteskinu. Nokkrir mannanna hafa heyrt að segja eigi upp áhöfninni og hyggjast því grípa til sinna ráða um leið og storminn lægir. Andrúmsloftið í skipinu er þrungið tortryggni, ógn og fjandskap og þegar sambandið við umheiminn rofnar er eins og ill öfl taki völdin …
Hvílir bölvun á skipinu? Er laumufarþegi um borð? Á meðan Per se velkist í fárviðri úti á reginhafi heyja skipverjar harða baráttu við margvíslegar hættur, baráttu sem stigmagnast þar til hún verður upp á líf og dauða.
Skipið, sem er sjöunda skáldsaga Stefáns Mána, er hörkuspennandi tryllir og svo magnaður að lesanda rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Þessa bók leggurðu ekki frá þér fyrr en síðasta blaðsíða hefur verið lesin. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott bæði innsíður og kápa en búið að nafnamerkja á saurblað
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.