Grænt og gómsætt
Um jurtafæði og matreiðslu þess á sælkeravísu
Grænt og gómsætt er bók sælkeranna. Hér er fjallað ítarlega um matreiðslu jurtafæðis og boðið upp á alls konar rétti. Sumir eru einfaldir og ódýrir – aðrir íburðarmiklir og glæsilegir. Bókin er samin af einum helsta meistara Breta á þessu sviði, og í henni er að finna rúmlega 200 uppskriftir auk þess sem sex heimsfrægir matreiðslumeistarar setja saman hver sína veislumáltíð. Heita má að nær allt sem notað er í uppskriftunum fáist hér á landi og gefnar eru greinargóðar upplýsingar um þær fjölmörgu tegundir af grænmeti, ávöxtum, kornmeti og belgjurtum sem nú eru fáanlegar.
Í bókinni eru leiðbeiningar um mataræði og m.a. fjallað um sérþarfir ungbarna, íþróttamanna og þungaðra kvenna. Grænt og gómsætt á erindi við alla þá sem vilja njóta lystisemda jurtafæðis, bæði þá sem neyta þess eingöngu og þá sem neyta þess öðru hvoru til tilbreytingar og heilsubótar. (Heimildir: bakhlið bókarinnar)
Bókin Grænt og gómsætt er skipt niður í sex kafla, þeir eru:
- Að lifa góðu lífi á jurtafæði
- Breytt mataræði
- að matreiða jurtafæði
- Orðaskrá
- Uppskriftir: Lostæti úr jurtafæði
- Meistarar bjóða til veislu
- Claudia Roden: Jónsmessuveisla úti í náttúrunni
- Alice Waters: Fyrsta máltíð á hlýjum vordegi
- Arabella Boxer: Kvöldverðarboð
- Martha Rose Shulman: Þakkargjörðaveisla
- Caroline Connan: Jólaboð
- Barbara Kafka: Brúðkaupsveisla
- Fjölskyldan á jurtafæði
- að setja saman máltíð
- Eftirmáli / Atriðaskrá
Ástand: mjög góð, ennþá í plastumbúðum
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.