Þrúgur reiðinnar – John Steinbeck
Þrúgur reiðinnar er frægasta verk John Steinbecks og löngu orðið sígilt. Bókin kom fyrst út árið 1939 en á Íslandi kom hún út 1943. Baksvið sögunnar er kreppan í Bandaríkjunum á fjórða áratugnum. Heil bændasamfélög flosnuðu upp, ótal fjölskyldur brugðu búi og lögðu í óvissuför til fyrirheitna landsins, Kaliforníu. Í forgrunni sögunnar er einstæð mynd höfundar af kúgun og hatri, hugrekki og ást í skrautlegu mannlífi þessa tíma. John Steinbeck hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1962.
Ástand: gott