Strandamanna saga
Strandamanna saga fjallar um tímabilið 1700-1862, eða þar um bil. Er það að finna margþættan og merkan fróðleik um menn og málefni í héraðinu á þessu skeiði. Nær margt af þeim fróðleik að að sjálfsögðu út fyrir takmörk Strandasýslu, svo sem allar þær mörgu myndir af aldarfari og lífskjörum almennings, er rit þetta geymir.
Síra Jón Guðnason á Prestbakka hefur annazt útgáfu Strandamnna sögu og lagt við það verk frábæra alúð. Hefur ritið notið þess mjög, að hann er allra manna fróðastur um ættir í Strandasýslu og víðar á Vesturlandi, en að því er snertir ættfræði og persónusögu er Strandamanna saga hreinasta fróðleiksnáma. Er nafnaskrá ritsins ein, eins og síra Jon hefur gert haqna úr garði, stórkostlegur fengur fyrir alla þá, er áhuga hafa á ættvísi og mannfræði. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Gísli Konráðsson fæddist á Völlum í Vallhólmi í Skagafirði 18. júni 1787 og lést 2. febrúar 1877.
Bókin Strandamanna saga er skipt niður í 93 kafla. Nafnaskrá er á bls. 301 – 370
Ástand: innsíður og hlífðarkápan góð
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.