Speki Konfúsíusar
Loksins er komin ný og endurbætt útgáfa af Speki Konfúsíusar, sem uppi var á sjöttu öld fyrir Kristburð. Hugmyndakerfi Konfúsíusar er bakgrunnur sem íbúar hins kínverska menningarsvæðis, í víðari merkingu, jafnt einstaklingar sem hið opinbera vald, vísa ósjálfrátt til. Það leggur grunninn að því viðskiptasiðferði og viðskiptaháttum sem hafa gert kínverskum kaupmönnum kleift að ná undirtökum í efnahag Suðaustur-Asíu. Ekkert rit hefur haft jafn mikil áhrif, í svo langan tíma, á menningu og stjórnkerfi nokkurs ríkis. (Heimild: Bókatíðindi)
Bókin Speki Konfúsíusar er skipt niður i 12 kafla, þeir eru:
- Formáli að Speki Konfúsíusar
- Líf og starf Konfúsíusar
- Lunyu, Speki Konfúsíusar
- Heimildir við þýðinguna
- lærisveinar Konfúsíusar
- Konfúsísk rit
- Hugtök
- Áhrif Konfúsíusar
- Framburður kínverskra nafna
- Kínversk tákn
- Speki Konfúsíusar Kaflar I-XX
- Eftirmáli
Ástand: mjög gott ekki verið tekið úr plastinu
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.