Reisubók Jóns Ólafssonar indíafara

Þetta glæsilega verk kom út hjá Máli og menningu árið 1992 og er verkið í öskju. Höfundurinn er Jón Ólafsson sjálfur en Völundur Óskarsson (annaðist útgáfuna). 1. útgáfa kom út í Kaupmannahöfn árið 1908-1909.

Talið er að Jón Ólafsson (1593-1679) sem varð svo frægur að komast alla leið til Indlands, hafi skrifað sögu sína um 1660. Þar eru óteljandi skemmtilegar og lifandi frásagnir af því sem fyrir augu hans og eyru bar. Jón var ævintýragjarn og yfirgaf heimaslóðir sínar á Vestfjörðum árið 1615 þegar hann tók sér far með ensku skipi til Englands en komst sama sumar til Danmerkur þar sem hann gekk í herinn sem byssuskytta. Hann gegndi hermennsku bæði á sjó og landi til 1622 þegar hann var sendur á verslunarskipi til Indlands. Það var bæði nýstárlegt og hættulegt að ferðast þangað og oft kom ekki nema helmingur þeirra sem þangað fóru til baka. Jón komst heim þremur árum síðar en var þá örkumlaður og allslaus. Hann settist að á Vestfjörðum árið 1626 og bjó þar um árabil en vegna reynslu sinnar af hermennsku var hann gerður að liðsforingja heimavarna i Vestmannaeyjum árið 1639. Þar dvaldist hann þó ekki nema eitt ár, fór þá aftur vestur og lést þar í hárri elli. (Heimild: Margrét Eggertsdóttir, Vísindavefurinn)

Reisubók Jóns Ólafssoanr indíafara er skipt niður í þrjá parta og eru 74 kaflar

Ástand: gott, bæði innsíður og kápa

Reislubók Jóns Ólafssonar Indíafara - Mál og menning 1992

kr.6.500

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,2 kg
Ummál 17 × 5 × 24 cm
Blaðsíður:

xxxi, 416 + myndablaðsíður +myndir +kort +uppdrættir +mannanafnaskrá: bls. 397-403 +staðanafnaskrá: bls. 404-410 +formáli / Völundur Óskarsson: bls. v-vii

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni og í öskju

Útgáfuár:

1992

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgefandi:

Rabén och Sjögren / Mál og menning

Höfundur:

Jón Ólafsson 1593-1679 (Indíafari), Völundur Óskarsson (annaðist útgáfuna)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Reisubók Jóns Ólafssonar indíafara í öskju – Uppseld”