Nýtt á prjónunum

Klúbburinn Nýtt á prjónunum kom út hjá Vöku-Helgafell á árunum 1997 til 2003 klúbb um handavinnuefni.  Útgáfuefni klúbbsins er prentað á vinnuspjöld í svipuðu broti og algengustu tímarit og fá félagar sendar 12­14 uppskriftir hverju sinni sem þeir flokka í sérhannaða möppu er klúbburinn leggur þeim til.

Í klúbbnum Nýtt á prjónunum fá félagar myndskreytt, litprentuð spjöld með prjónauppskriftum. Bæði er hér um að ræða íslenska fatahönnun og nýjustu strauma utan úr heimi. Að auki eru á vinnuspjöldunum uppskriftir að ýmiss konar hannyrðaverkefnum öðrum en prjónaskap og má þar nefna hinn vinsæla bútasaum. Þá verður að finna í hverjum mánaðarpakka hugmyndir og leiðbeiningar varðandi föndur fyrir unga sem aldna, gerð leikfanga og ýmissa hluta til híbýlaprýði. Skýrar verklýsingar og leiðbeiningar eru á hverju uppskriftarspjaldi.

Klúbburinn Nýtt á prjónunum er sniðinn að þörfum þeirra er vilja prjóna flíkur handa sér og sínum eða prýða heimilið munum sem þeir hafa búið til.

Mappan Nýtt á prjónunum er skipt niður í sjö flokka, þeir eru:

  • hún
    • 48 litaspjöld
  • hann
    • 5 litaspjöld
  • börnin
    • 63 litaspjöld
  • heimilið
    • 81 litaspjöld
  • kennsla
    • 4 litasjöld
  • föndur
    • 80 litaspjöld
  • klúbbefni
    • 3 litaspjöld

Ástand: gott bæði spjöldin og mappan

Nýtt á prjónunum

kr.900

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8501355 Flokkur:

SKU: 8501355Category: