Málað á stórt & smátt
Þessi bók er full af hugmyndum um það hvernig hægt er að lífga upp á nánasta umhverfi sitt með því að breyta þeim hlutum sem fyrir eru. Allt sem til þarf er málning og hugmyndaflug! Höfundarnir eru sannfærðir um að hægt sé að mála næstum allt – frá smáhlutum upp í stór húsgöng.
Grunnhugmyndin er að endurnýja og breyta með nokkrum málningarstrikum.
- Matarstellið fær nýjan og persónulegan blæ með einföldu munstri.
- Botninn á hversdagsglösunum lifnar við í öllum regnbogans litum.
- Málið nýtt málverk með því að hella málningunni beint á strigann.
- Endurnýið sófaborðið með sérhönnuðu munstri.
- Lífgið upp á brauðristina með skærgulri málningu.
- Málið blóm beint á vegginn í barnaherberginu.
Þetta og margt fleira er að finna í bókinni. Það þarf hvorki kunnáttu né mikinn kostnað til að ná frábærum árangri á stuttum tíma. Fjölbreytnin er í fyrirrúmi: það er málað á gler og postulín, málm og tré, textíl og leir.
Leikið ykkur með liti jafnt á borðdúkum og brauðristum sem húsgögnum og gólfum.
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.