Norræn sakamál 2004
Í þessari bók eru sögur af glæpamálum og rannsóknum þeirra, bæði sögur frá Íslandi og annars staðar af Norðurlöndunum. Sögurnar eru ritaðar af lögreglumönnunum sem rannsökuðu þessi mál og eru þess vegna öðruvísi og meira spennandi en aðrar frásagnir af þessum málum sem birst hafa t.d. í fjölmiðlum. Sögurnar í þessari bók lýsa því miklu betur þeim blákalda raunveruleika sem blasir við lögreglumönnum sem koma á vettvang glæps og kynnast þar grimmum afleiðingum grófra afbrota. Þessir lögreglumenn þurfa að leysa málið, finna brotamennina og draga fram í dagsljósið allar þær staðreyndir sem verða að liggja fyrir til að unnt verði að draga hina seku fyrir dóm. Í þessum sögum koma fram erfiðleikarnir, mistökin og hin ótrúlega margvíslegu vandamál sem verða á vegi þeirra sem rannsaka þessi mál en stundum tekur mánuði og jafnvel ár að ljúka málunum og fá hina seku dæmda.
Nú eru fimm frásagnir af íslenskum sakamálum í bókinni, sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Erlendu sögurnar eru frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi og efni þeirra er jafnvel enn fjölbreyttara en hinna íslensku enda fjalla þær stundum um mikla grimmd og ótrúlegt hugmyndaflug afbrotamannanna. Þetta er sjötta bókin í þessum bókaflokki og þær fjalla allar um mál sem nýlega hefur lokið í einhverju þessara landa. Þessar bækur hafa notið stöðugra vinsælda meðal grannþjóða okkar og hér á landi er vaxandi hópur fólks sem nýtur þeirrar spennu og fróðleiks sem menn verða aðnjótandi við lestur bókanna. (Heimild: Bókatíðindi)
Bókin Norræn sakamál 2004 er skipt niður í 15 kafla, þeir eru:
- Skeljungsránið „Hinn fullkomni glæpur“
- Trúaði barnaníðingurinn
- Svikavefur
- Allt er hey í harðindum
- Morðin þrjú á Orderud-býli
- Þegar áfallið reið yfir
- Undan oki
- Morris leigubílstjóri
- Morðið í Halmstad
- Umfangsmikill vændishúsarekstur
- Morðtilræði á Dyssegård-lestarstöðinni
- Morð á aðfangadagnskvöld
- Stafdrápið
- Hryjuverk
- Pólitískt og trúarlegt vopn
- Litið á dönsk viðhorf til hryðjuverka
- Greinar, höfundar og þýðendur
Ástand: gott, ekkert krot né nafnamerking
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.