Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er eitt af öndvegisskáldum Íslendinga. Skáldskapur hans er einhver dýrasti menningararfur sem þjóðin á og er lögnu orðin sígildur. Nýjar kynslóðir vaxa upp með ljóðum hans og hrífast af þeim. Þau eru einföld og auðskilin en túlka um leið djúpar tilfinningar sem spretta fram frjálsar og djarfar.

Hér er prentaðar allar tíu ljóðabækur skáldsins. Í safninu birtast mörg af fegurstu ljóðum sem ort hafa verið á íslenska tungu. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Davíð Stefánsson Ljóðasafn eru fjögur bindi í öskju, efnisyfirlit:

 • I. bindi
  • Ljóðheiti og fyrstu ljóðlínur I. bindis
  • Hinn frjálsi söngvari
   • Gunnar Stefánsson fjallar um ævi og skáldskap Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi
  • Svartar fjaðrir, ljóðabók útgefin árið 1919
  • Kvæði, ljóðbók útgefin árið 1922
  • Ljóðaheiti og fyrstu ljóðllinur I.-IV bindis
 • II. bindi
  • Ljóðheiti og fyrstu ljóðlinur II. bindis
  • Kveðjur, ljóðabók útgefin 1924
  • Ný kvæði, ljóðabók útgefin 1929
  • Í byggðum, ljóðbók útgefin 1933
 • III. bindi
  • Ljóðheiti og fyrstu ljóðlínur III. bindis
  • Að norðan, ljóðabók útgefin 1936
  • Ljóð frá liðnu sumri, ljóðabók útgefin 1956
 • IV. bindi
  • Ljóðheiti og fyrstu ljóðlínur IV. bindis
  • Í dögun, ljóðabók útgefin 1960
  • Síðustu ljóð, ljóðabók útgefin 1966

Ástand: gott, bæði innsíður og kápa góð, varla verið opnuð

Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi

kr.4.900

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,55 kg
Ummál 15 × 9 × 22 cm
Blaðsíður:

4 bindi samt. 1031 bls. (232 ; 281 ; 265 ; 253 bls)

ISBN

9979202688

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni og í öskju

Útgefandi:

Vaka-Helgafell

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1995

Höfundur:

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ljóðasafn Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi – Uppseld”