Jónína Ben

Það eru engar ýkjur að segja að Jónína Benediktsdóttir sé kraftmikil og áræðin. Hún fór að heiman fjórtán ára, gifti sig sautján ára og lauk framhaldsskólaprófi í Kanada þar sem hún lék með kanadíska landsliðinu í handbolta. Hún kom inn í íslenskt samfélag eins og stormsveipur, dró sófahetjur á lappir og fékk þær til hreyfa sig í pallaleikfimi og eróbikk og varð einn helsti boðberi heilsusamlegra lifnaðarhátta. Á skömmum tíma byggði hún upp stórveldi í heilsurækt eftir að hafa náð glæsilegum árangri í rekstri líkamsræktarstöðva í Svíþjóð og var sannkölluð líkamsræktardrottning landsins.

En það eru heldur engar ýkjur að segja að Jónína Ben sé ein umdeilasta persóna íslenskrar samtímasögu. Hún stóð í miðpunkti Baugsmálsins, einna harðvítugustu deilumála síðustu áratuga. Hún hélt uppi stöðugri gagnrýni á íslenska fjármálakerfið, skuldasöfnun og krosseignatengsl og mátti fyrir vikið þola háð og spott. Fólk þreyttist ekki á að ræða ástarsamband hennar og Jóhannesar Jónssonar í Bónus en steininn tók úr þegar samband hennar og Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, komst í hámæli. Hún þurfti að kljást við gríðarlega gagnrýni vegna detox-miðstöðvar sinnar í Reykjanesbæ og hjónaband hennar og Gunnars í Krossinum gerði jafnvel hörðustu sögusmettur kjaftstopp.

Sölvi Tryggvason hefur skráð einstæða frásögn Jónínu Ben. Sjaldan hefur komið út jafn hreinskilin og opinská saga Íslendings því óhætt er að segja að Jónína sé óhrædd við að tala hreint út um hlutina. Sölvi styðst við dagbækur, bréf og persónuleg gögn Jónínu og fyrir vikið birtist hér ný og óvænt mynd af hinum miklu átökum um eignarhald og völd sem að lokum settu Ísland á hausinn. Nýjar upplýsingar koma fram í dagsljósið og óvæntar tengingar sem áður hafa ekki birst. (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Bókin Jónína Ben er ekki með efnisyfirlit, en við skoðun er hún skipt í 4 hluta, þeir eru:

  • Sveitastelpan verður að líkamsræktarfrömuði
  • Í örmum Jóhannesar í Bónus
  • Baugsmálið og aðdragandi þess
  • Uppreisn æru, detox og Gunnar í Krossinum

Ástand: gott, bæði innsíður og kápa

Jónína Ben - Sölvi Tryggvason skráði

kr.800

1 á lager

Vörunúmer: 8501823 Flokkur: Merkimiðar: , , , ,

SKU: 8501823Flokkur: Merkimiðar: , , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,720 kg
Ummál 17 × 3 × 24 cm
Blaðsíður:

294 +myndasíður +myndir +ritsýni

ISBN

9789979994763

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Sena

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2010

Hönnun:

Margrét Laxness (umbrot), Villi Warén (kápuhönnun)

Ljósmyndir:

Arnold Björnsson (ljósmynd á kápu)

Höfundur:

Sölvi Tryggvason

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Jónína Ben”