Saga Eldeyjar-Hjalta

Skráð eftir sögu hans sjálfs

Hjalti Jónsson eða Eldeyjar-Hjalti fæddist 15. apríl 1869 á Fossi í Mýrdal í Vestur-Skaftafellsskýslu og lést 5. júlí 1949 á Hjaltastað í Mosfellssveit. Foreldrar hans voru Jón Einarsson bóndi f. 24. ágúst 1823, d. 25. mars 1880 og móður var Guðný Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. október 1828, d. 22. mars 1906. Föður Hjalta lést þegar hann var 11 ára, var með móður sinni til árið 1882, var tökubarn og síðan vinnumaður í Kerlingardal í Mýrdal 1882-1888

Hjalti Jónsson sótti vertíðir í Eyjum, fékk verslunarleyfi 1893 og rak verslun í Eyjum um eins árs skeið og kenndi jafnfram sund á árunum 1892 til 1893. Hann var bátsformaður og átti bátshluta meðan hann var í Eyjum. Hann lét ásamt Gísla Engilbertssyni smíða fyrir sig 4 manna far, sem þeir nefndu Elínborgu. Hann eignaðist bátinn að fullu við brottför úr Eyjum.og flutt með sér til Hafnar á Reykjanesi. Kunnastur var hann í Eyjum fyrir að klífa Eldey 1894 og ,,leggja veg“ með Ágústi og Stefáni Gíslasonum frá Hlíðarhúsi og voru þeir taldir fyrstir manna til þess. Það varð til þess að menn sóttu súlu í Eldey áratugum saman.

Var hafnsögumaður í Höfnum um skeið og fluttist til Reykjavíkur 1899 og starfaði þar síðan. Lærði tungumál, lauk meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum árið 1899. Var skiptsjóri á þilskipum og togurum og útgerðarmaður. Hann var forsprakki stofnunar Fiskiveiðafélags Íslands, einn af stofendum Vélsmiðjunnar Hamars og verslunarinnar Kol og Salt og var framkvæmdarstjóri hennar 1924-1930. Hann stóð að byggingu kolakranans við Reykjavíkurhöfn. Hjalti sat í stjórn Olíverslunar Íslands hf, Slippfélagsins í Reykjavík og Hamrs hf og var ræðismaður Pólverja.

Hjalti Jónsson var fyrstur manna til að klífa Háadrang við Dyrhólaey og síðan Eldey á Reykjanesi. Hann hlaut í kjölfarið viðurnefnið Eldeyjar-Hjalti. Saga hans kom fyrst út í tveimur bindum haustið 1939. (Heimild: heimaslóð, kafli 1)

Bókin Saga Eldeyjar-Hjalta er skipt niður í níu kafla, þeir eru:

  1. bindi
  • Í föðurhúsum
  • Mýrdalur
  • Amakeflið í Kerlingardal
  • Vorvindar

2. bindi

  • Áfram
  • Segl við hún
  • Á stjórnpalli
  • Á faraldsfæti
  • Sögulok

Ástand: gott bæði innsíður og kápuefni.

Saga Eldeyjar-Hjalta - Guðmundur G. Hagalín

kr.2.000

1 á lager