Íslenzkir ættstuðlar
Íslenzkir ættstuðlar eftir Einar Bjarnason er ritverkið, sem unnendur íslenzkra fræða hafa beðið eftir.
Á undanförnum áratugum hefur margs konar fróðleikur komið í leitirnar og varpa nýju ljósi á forn vandamál. Í bjarma þess hefur Einar Bjarnason endurskoðoað íslenzka ættfræði, hreinsað hana af getspeki, og lætur hann heimildirnar tala sínu máli. Íslenzkir ættstuðlar eru ritröð, sem leysir af hólmi eldri úrelt ættfræðirit.
Einar Bjarnason er þjóðkunnuar fræðimaður af fjölda ritgerða um íslenzka sögur og ættfræði. (Heimild: Bakhlið bókarinnar á III. bindi)
Bókin Íslenskir ættstuðlar I.-III. bindi, eru samtals 15 kaflar, þeir eru:
I. bindi
- Hagaætt
- Móðurætt Ögmundur biskups Pálssonar og Mókollsætt
- Ætt Magnúsar biskups Eyjólfssonar
- Skarðverjar og Kolbeinsstaðamenn
II. bindi
- Framhald af niðjatali Lofts ríka Guttormssonar
- Niðjatal Erlends lögmanns Ólafssonar, fyrri hluti, sem lýkur með því að telja niðja Þórður sýslumanns í Flosasonar
III. bindi
- Síðari hluti af niðjatali frá Erlendi lögmanni Ólafssyni, í karllegg
- Ætt Þórðar riddara á Möðruvöllum í Eyjafirði Hallssonar
- Ætt Magnúsar á Svalbarði í Eyjafirði Brandssonar
- Ætt Brynjólfs ríka á Ökrum í Blönduhlíð Bjarnarsonar
- Ætt séra Steinmóðs á Grenjaðarstöðum Þorsteinssonar
- Leiðréttingar og viðaukar við I. og II. bindi
- Mannanafnaskrá
- Yfirlit yfir nokkra karlleggi
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.