Hönnun – leiðsögn í máli og myndum

Hönnun – leiðsögn í máli og myndum er vönduð og yfirgripsmikil bók fyrir alla unnendur klassískrar hönnunar, jafnt áhugafólk sem fagfólk.

Í þessu viðamikla verki er stiklað á stóru um alþjóðlega hönnun og þróuninni fylgt eftir í tímaröð allt frá miðri 19. öld til nútímans. Víða er komið við; bílar og brauðristar, listasöfn og lampar, tannburstar og teskeiðar, vasar og vegglampar. Fjallað er sérstaklega um fræga hönnuði eins og Alvar Aalto, Eileen Gray, Georg Jensen, Philippe Starck og marga aðra.

Einnig er ágrip af sögu íslenskrar hönnunar þar sem fjallað er um byggingar, húsgögn og annan húsbúnað, listmuni, grafík eftir hönnuði á borð við Högnu Sigurðardóttur, Pétur B. Lúthersson, Dögg Guðmundsdóttur, Godd, Katrínu Ólínu Pétursdóttur, Vík Prjónsdóttur og Umemi. Íslenski bókarhlutinn er unnin í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Hönnunarmiðstöð. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Hönnun – leiðsögn í máli og myndum eru 9 kaflar, þeir eru:

  • Hvað er hönnun
  • Listir og handverk 1850-1920
  • Art Nouveau 1880-1919
  • Art Deco 1919-1940
  • Módernismi 1910-1939
  • Módernismi um miðja öldina 1940-1959
  • Menningarbylting 1960-1979
  • Póstmodernismi og samtíminn 1980 og áfram
  • Íslensk hönnun ágrip

Ástand: Ný bók

Hönnun leiðsögn í máli og myndum - Iðnhönnun, Art Nouveau,Art Déco,Módernismi, Póstmódernismi

Ný bók

kr.2.800

2 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,2 kg
Ummál 26 × 3 × 31 cm
Blaðsíður:

416 +myndir +íslensk hönnun : ágrip 1945-2016: bls. 377-391

Heitir á frummáli

The definitive visual history, design

ISBN

9789935117793

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

JPV útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2017

Íslensk þýðing

Guðni Kolbeinsson

Höfundur:

Anna Fischel [og 4 að auki], Oddný S. Jónsdóttir (ritstjórn íslenska kaflans)