Heimur framliðinna

43 ára miðilsþjónusta Bjargar S. Ólafsdóttur

Þessi óvanalega bók fjallar um dulræna hæfileika Bjargar S. Ólafsdóttur og miðilsstarf hennar í 43 ár, en um hana hefur fátt eitt verið sagt opinberlega áður. Hún veitir svör við því, sem hvern einasta mann varðar mestu: Hver verða örlög okkar við líkamsdauðann? Og hvernig er hinn huldi heimur – handan grafar og líkamsdauða?

Hér koma fram þrí þjóðþkunnir menn, löngu látnir, séra Kristinn Daníelsson alþingisforseti, séra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur og Einar Loftsson kennari ásamt aðalstjórnanda Bjargar og veita svör við þessum spurningum. Þeir segja frá andláti sínu og fyrstu lifsreynslu í heimi framliðinna og lýsa hinum nýju heimkynnum.

Í kaflanum „Sex landa sýn” eru 20 frásagnir af dulheyrn og skyggni Bjargar í skemmtiferð um Tjæreborg um sex Evrópulönd sumarið 1976. Í kaflanum „Synum viði dánarbeð” eru sex frásagnir af sýnum og dulheyrn við dánarbeð og brottför af þessum heimi. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Heimur framliðinna, 43 ára miðilþjónusta Bjargar S. Ólafsdóttir er skipt niður í 7 kafla, þeir eru:

  • Sex-landa-sýn
  • Björg S. Ólafsdóttir, dulrænir hæfileikar og miðilsstarf
  • Sýnir við dánarbeð
  • Stóri spítalinn og heimkynni mín fyrir handan Pétur læknir og aðalstjórnandi segir frá
  • „Spíritisminn greiddi götu mína”
  • „Ég fer beint til Krists” séra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur segir frá
  • Framlífsminningar, Einar Loftsson kennari segir frá

Ástand: gott, innsíður góðar, hlífðarkápan þreytt

Heimur framliðinna - Guðmundur Kristinsson

kr.1.500

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,420 kg
Ummál 15 × 2 × 22 cm
Blaðsíður:

236

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Árnesútgáfan

Útgáfustaður:

Sellfoss

Útgáfuár:

1983 (1. útgáfa) / 2011 (endurprentuð)

Hönnun:

Gísli Sigurðsson (kápumynd)

Höfundur:

Guðmundur Kristinsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Heimur framliðinna – miðilsþjónusta Bjargar S. Ólafsdóttur – Uppseld”