Heilsuréttir fjölskyldunnar
Leiðir að hollara mataræði og heilbrigðari lífstíl
Hér eru uppskriftir að ljúffengum réttum sem fjölskyldan elskar en bókin er skrifuð fyrir þá sem vilja bæta mataræði og lífsstíl fjölskyldunnar. Hér nýtur Berglind aðstoðar eiginmanns síns, landsliðskokksins Sigurðar Gíslasonar, við gerð uppskriftanna og afraksturinn er glæsileg lífsstíls- og matreiðslubók, stútfull af girnilegum heilsuréttum. Gefin eru ráð um hvernig hægt er að draga úr sykurneyslu barna og ungmenna – og hvernig við fáum börn og unglinga til að borða heilsusamlegan mat og bæta lífsstíl sinn. (Heimild: Bókatíðindi)
Bókin Heilsuréttir fjölskyldunnar eru 17 kaflar + viðauki, þeir eru:
- Borðum saman alvöru mat
- Næringarefnin
- Látum matinn vera lyfið – sagan okkar
- Hvað þurfa börnin mikið?
- Hvað gerum við ef barni er of þungt?
- Fita
- Heilbrigðari lífsstíll
- Börn og breytt mataræði
- Foreldrarnir bera ábygð
- Takið nesti
- Morgunmatur (7 )
- Drykkir (12)
- Aðalréttir (32)
- Meðlæti (19)
- Bakstur (11)
- sætingi (5)
- Heimagerður ís (3)
- Viðauki
- Þakkir
- Heimildaskrá
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.