Hættuspil – Hammond Innes

Dularfull og flókin atburðarás fer af stað þegar Roy Slingsby er beðinn að meta til fjár eigur dauðvona manns af Hollandættinni. Þar á meðal er gamalt frímerkjasafn, sem vekur meira áhuga en verðgildi þessvirðist gefa tilefni til, og Slingsby fer að gruna að ekki sé allt sem sýnist.

Leikurinn berst til afskekktar eyja í Suður-Kyrrahafi, þar sem hjátrú og hefndarþorsti bera ávöxt í brennandi sólinni og allt logar í heift og ofbeldi undir niðri, þótt friðsæld virðist ríkja á yfirborðinu. Uppreisn er í aðsigi meðal íbúa hinna koparauðugu eyja og Slingsby dregst inn í hringiðu atburðanna ásamt Holland-systkinunum, sem hltið hafa hættulega arfleið frá forföður sínum: Bölvun blóðhefndarinnar. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Ástand: gott

Hættuspil - Hammond Innes

kr.500

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,620 kg
Ummál 16 × 3 × 24 cm
Blaðsíður:

228

ISBN

9789979102284

Heitir á frummáli

Solomon's seal

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Iðunn bókaútgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1990

Íslensk þýðing

Magnea Matthíasdóttir

Höfundur:

Hammond Innes