Goðsagnir heimsins í mynd og máli

Öldum saman hafa goðsagnir heillað hugi manna. Þær eru sprottnar af ævafornri þrá mannkyns til að gefa lífi sínu merkingu, leita skýringa á fyrirbærum náttúrunnar, samhengi tilverunnar og hræringum sálarinnar. Goðsagnir eru mikilsverður efniviður í trúarbrögðum heimsins, þær eru uppspretta skáldskapar og myndlistar og tjá tilfinningar sem eru eiginlega öllum manneskjum – hvar á jörðinni sem þær búa.

Tuttugu sérfræðingar undir ritstjórn Dr. Roy Willis hafa lagt þessari bók til efni og styðjast þeir við umfangsmiklar rannsóknir síðustu ára á sviði mannfræði, trúarbragðasögu og goðsagnafræða. Efni er sett fram á ljósan og lifandi hátt svo að bæði má hafa fróðleik og skemmtun af frásögnunum. Í bókinni eru rúmlega fimm hundruð litmyndir auk landakorta og skýringarmynda, og ítarleg atriðisorðaskrá gerir bókina að handhægu alfræðiriti.

Í þessari miklu  bók er lesandanum boðið í hnattferð þar sem skyggnst er inn í hvern hugmyndaheiminn af öðrum. Á vegi hans verða ekki aðeins almáttugir guðir og ægilegar gyðjur heldur líka varúlfar og hrímþursar, kíklópar og amasónur, galdramenn og seiðprestar. Það er sama hvert litið er, til Azteka og Inka, Egypta og Súmera, Grikkja og Rómverja, Kelta og Íslendinga, Afríkubúa og frumbyggja Eyjaálfur – alls staðar hafa menn mótað sinn sérstaka goðsagnaheim sem er engum öðrum líkur en minnir þó, þegar dýpra er skyggnst, á hugmyndir annarra manna frá allt öðrum heimshornum. (Heimild: Bakhlið bókarinnar).

Bókin Goðsagnir heimsins í mynd og máli  eru 19 kaflar, þeir eru:

  • Egyptaland John Baines, prófessor og Dr. Geraldine Pinch
  • Miðausturlönd Canon J.R. Porter, prófessor
  • Indland Dr. John Brockington
  • Kína Dr. John Chinnery
  • Tíbet og Mongólía Dr. Martin Boord
  • Japann Dr. C. Scott Littleton
  • Grikkland Dr. Simon Goldhill
  • Rómaveldi Dr. Mary Beard
  • Heimur keltanna Dr. John MacInnes
  • Norður-Evrópa Dr. Hilda Ellis Davidson
  • Mið- og Austur-Evrópa Dr. Faith Wigzell
  • Heimskautassvæðið Dr. David Riches og Dr. Piers Vitebsky
  • Norður-Ameríka Dr. Guy Cooper
  • Mið-Ameríka Dr. Nicholas J. Saunders
  • Suður-Ameríka Dr. Nicholas J. Saunders
  • Afríka Dr. Roy Willis
  • Ástralía Robert Laytton, prófessor
  • Eyjaálfa Dr. James Weiner
  • Suðaustur-Asía Dr. Ing-Britt Trankell og Dr. Roy Willis
  • Viðbót
    • Til fróðleiks
    • Rétthafar myndefnis
    • Atriðaskrá

Ástand: Gott, innsíður og lausakápan eru góð

Goðsagnir heimsins - Dr Roy Willis - Mál og menning 1998

kr.3.500

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,6 kg
Ummál 23 × 3 × 29 cm
Blaðsíður:

311 +myndir +teikningar +kort +formáli / eftir Robert Walter: bls. 8-9 +atriðaskrá: bls. 311-[9]

ISBN

9979316896

Heitir á frummáli

World mythology

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Mál og menning

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1998

Hönnun:

Anna Cynthia Leplar (kápuhönnun)

Ritstjóri

Roy Willis