Fjölskylduhandbók um hjúkrun heima

Veitum líkn með ljúfu gleði

Fjölskylduhandbók um hjúkrun heima er á margan hátt tímanna tákn. Hún endurspeglar m.a. breytt viðhorf almennings til heilbrigðisþjónustunnar. Hinn almenni borgari vill hafa greiðan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum og leiðbeiningum er lúta að daglegu líf, fremur en að reiða sig alfarið á ráðleggingar fagfólks innan heilbriðgisþjónustunnar. Hjúkun heima veitir þeim sem annast um veika eða fatlaða á heimilum einmitt aðgang að mikilvægum upplýsingum auk fjölda ráðlegginga.

Bókin á erindi til allra þeirra sem einhvern tímann axla þá ábyrgð að sinna veiku barni, foreldrum, maka eða vinum utan stofnana. Hún á ekki síður erindi til þeirra sem sinna fjölskyldumeðlimum eða vinum sem þarfnast aðstoðar vegna fötlunar. Í bókinn er að finna upplýsingar um starfsemi líkamans, algengar breytingar á henni, viðbrögð einstaklingsins við slíkum breytingum og helstu aðferðir við umönnun. Fjallað er um áhrif veikinda og fötlunar á sjúklinginn og fjölskyldu hans eða hennar. (Heimild: formáli bókarinnar)

Rétt er að benda á það að bók þessi kom út hjá Macmillan í London og hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu hennar 1986. Macmillan er fagteymi í umönnum.

Bókin Fjölskylduhandbók um hjúkrun heima er skipt niður í 11 kafla með undirköflum, þeir eru:

 • Sjúkraherbergið
 • Umbúnaður
 • Að lyfta og hreyfa
 • Dagleg umönnun
 • Eftirlit með sjúklingnum
 • Aðhlynning heima
 • Matur og mataræði
 • Sérstakar þarfir
  • umönnun barna, umönnun eldra fólks, umönnun fatlaðra, umönnun dauðvona
 • Læknisfræðilega vandamál
  • heili og taugakerfi, hjarta og blóðrás, bein og liðir, húðin, augun, eyru nef og háls, lungun, meltingarfærin, nýru og þvagfæri, kynfærin, kirtlar, smitstjúkdómar, krabbamein og geðsjúkdómar
 • Skyndihjálp
 • Umönnun almænissjúklingas
 • Hvar er hjálp að finna?
 • Atriðisorðaskrá

Ástand: gott bæði innsíður og kápa

Ástand: gott

Fjölskylduhandbók um hjúkrun heima

kr.900

1 á lager

Vörunúmer: 8501354 Flokkur:
SKU: 8501354Flokkur:

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,620 kg
Ummál 18 × 2 × 24 cm
Blaðsíður:

224 +myndir +Atriðaskrá: bls. 222-224

ISBN

9979582081

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Heitir á frummáli

Guide to home nursing, (Macmillan, London)

Útgefandi:

Fjölva útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1982

Íslensk þýðing

Eydís Sveinbjarnardóttir, Herdís Sveinsdóttir, Svanhildur Þengilsdóttir

Höfundur:

Diana Hasting (Macmillan, London), Hildur Helgadóttir (um ummönnum almæmissjúklinga)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Fjölskylduhandbók um hjúkrun heima”