Djúpivogur – 400 ár við Voginn

Þessi bók, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, er orðin til vegna afmælis lítils sjávarþorps, þar sem lífið er fiskur, saltur og frystur. Það er góður íslenskur siður að gera sér dagamun á tímamótun. 400 ár eru líka ærið tilefni til að halda eina skálaræðu.

Þann 20. júní 1989, teljum við vera 400 ár liðin síðan þýskir siglingamenn héldu seglskipum sínum inn á Djúpavog, reistu verslunarhús og komu sér upp bryggju með konungsbréfið upp á vasann. Aðstaðan, sem þarna skapaðist, varð og til þess að fiskimenn áttu hægara um vik að sækja gull í greipar Ægis.

Þetta er ekki samfelld saga Djúpavogs heldur svipleiftur úr sögu byggðarlags. Sjávarþorpin á Íslandi eru heimur út af fyrir sig. Þar fer fram, auk fiskvinnslunnar, margvísleg menningarstarfsemi sem ekki er mikið á lofti haldið. Lesstur góðra bóka mun óvíða vera meiri og almennari. Mörg þessara byggðarlaga eiga sína sögu óskráða eða lítt skráða. Væntanlega fyllist smátt og smátt upp í þá eyðu og er þessi bók lítið framlag í þá átt. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Djúpivogur – 400 ár við Voginn eru 19 kaflar, þeir eru:

 • Djúpivogur, yfirlit, landslag, staðhættir o.fl.
 • Rakar slóðir fyrstu manna í nágrenni Djúpavogs
 • Verslun og mannlíf
 • Af alþýðu manna
 • Langferðamenn í þorpinu
 • Um aldamót 1900
 • Verslun, útgerð og félög á 20. öld
 • Bátar og skip
 • Um þilskip og þilfarsbáta við Berufjörð
 • Djúpavogsmenn í sjóhrakningum
 • Úr bréfasafni Gísla Þorvarðarsonar í Papey
 • Annir og áhyggjur hreppsnefnda
 • Austfirskir athafnamenn
 • Aðdragandi hreppaskipta
 • Um samgöngur
 • Sími og útvarp
 • Rafmagn
 • Sitthvað um gömul hús
 • Örnefni á Búlandsnesi í Suður-Múlasýslu

Ástand: gott

Djúpivogur 400 ár við Voginn - Ingimar Sveinsson - Búlandshreppur 1989

kr.1.600

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,550 kg
Ummál 16 × 3 × 22 cm
Blaðsíður:

207 +myndir

ISBN

Ekkert

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Búlandshreppur

Útgáfustaður:

Djúpivogur

Útgáfuár:

1989

Höfundur:

Ingimar Sveinsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Djúpivogur – 400 ár við Voginn”