Blómastofur og betra líf
Áhugi íslendinga á blómastofum, gróðurskálum og garðhýsum er sífellt að aukast. Það skyldi enga undra vegna þess að í blómastofum er hægt að rækta ótrúlegustu plöntur, jafnvel þær sem eru ættaðar frá hitabeltislöngunum. Auk þess eru blómastofur notalegar vistaverur og heilsubætandi viðbót við híbýli blómafólks.
Í bókinni BLÓMASTOFUR OG BETRA LÍF sem er í bókaflokki Vöku og Blómaklúbbsins, Allt um inniplöntur, er fjallað ítarlegar um allar gerðir blómastofa, heppilega stærð, fyrirkomulag og gerð. Bent er á hvaða tegundir er hentugast að rækta miðað við gerð blómastöfunnar og auðvitað fjöllum við um hvernig æskilegast er að haga blómaræktinni að því er snertir ólíkar plöntutegundir.
Þetta er ómissandi handbók fyrir alla þá sem eiga blómastofu eða hafa áhuga á að koma sér upp slíkum dýrðarstað fyrir sig og plönturnar sínar. (heimild: bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.