Agnars Kofoed-Hansens rekur minningar sínar – Á brattann I. bindi

Á brattann; minningar Agnars Kofoed-Hansen er saga um undraverða þrautsegiju og þrekraunir með léttu og bráðfyndu ívafi.

Í þessari bók er hann á ferð með Agnari Kofoed-Hansen um grónar ævislóðir hans, þar sem skuggi gestsins með ljáinn er aldrei langt undan. Gerð eru skil ættmennum agnars báðum megin Atlantsála og birtu brugðið á bernsku hans undir súð á HVerfisgötunni, þar sem hann í langvinnum veikindum dreymir um að fljúga. Rakið er stórfurðulegt framtak hans og þrautseigja í danska flughernum og flugferill hans í þjónustu erlendra flugfélaga, þegar stundum kvað svo frammt að í náttmyrkri og þoku, að lóða varð a jörð með blýlóði. Heimkominn hefur hann forgöngu um stofnum flugfélags – og hefst þá brautryðjandaflug hans, upphaf samfellds flugs á Íslandi, oft á tíðum svo tvísýnt flug að nánasst var flogið á faðirvorin.  (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Minningar Agnars Kofoed-Hansens eru tvö bindi:
1. bindi: Á brattann (1979)
2. bindi: Lögreglustjóri á stríðsárunum (1981)

Ástand: gott bæði innsíður og kápuefni.

Á brattann Agnar Kofoed-Hansen rekur minningar sínar - Jóhannes Helgi - Almenna bókafélagið 1979

kr.2.900

1 á lager