10 árum yngri á 10 vikum

Viltu viðhalda æskuljóma og hreysti? Alla ævi!

Sykur, unnin matvæli, streita og aðgerðaleysi geta gert þig eldri en þú ert. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að einmitt hér ertu með lausnina í höndunum! Til þess að viðhalda æskufjöri sem lengst þarftu rétt mataræði, vítamín, steinefni, olíur og markvissa hreyfingu.

Þorbjörg Hafsteinsdóttir er hjúkrunarfræðingur að mennt og næringarþerapisti. Í yfir tuttugu ár hefur hún rannsakað mataræði og nútímalífsstíl og komist að niðurstöðu um hvers konar matur, vítamín og bætiefni viðhalda best æsku og lífsþrótti. Bækur hennar eru gríðarlega vinsælar og hún hefur ekki undan að halda námskeið og fyrirlestra um efnið víða um heim.

10 árum yngri á 10 vikum kom fyrst úr árið 2008 í Danmörku og hefur skipað sér sess meðal bóka sem benda á lausnir í baráttunni gegn ýmsum kvillum og ótímabærri öldrun.

Í bókinni leiðir Þorbjörg lesendur í gegnum 10 vikna ferli sem yngir og eflir lífskraftinn. Bókin er full af hvatningu, fróðleik, prófum, reynslusögum og uppskriftum. Fleygðu æskuþjófunum út í hafsauga og öllu því sem dregur úr þér orku – og árangurinn lætur ekki að sér standa. (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Ástand: gott

10 árum yngir á 10 vikum

kr.900

2 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0.645 kg
Ummál 17 × 2.5 × 25 cm
ISBN

9789935418692

Blaðsíður:

223 + myndir + atriðaorðaskrá bls. 220

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Heitir á frummáli

10 år yngre på 10 uger

Útgefandi:

Salka

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2011

Ljósmyndir:

Line Thit Klein

Hönnun:

Sweet Creative (grafísk hönnun)

Íslensk þýðing

Fríða Garðarsdóttir, Nanna Gunnarsdóttir

Höfundur:

Þorbjörg Hafsteinsdóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “10 árum yngri á 10 vikum”