Hestar og menn 1993
Árbók hestamanna
Árbók hestamanna, Hestar og menn 1993, kemur nú út í sjöunda sinn. Í bókinni segir frá hestamönnum og hestum þeirra í ferðalögum og keppni bæði hérlendis og erlendis á árinu. Í bókinni eru viðtöl við íslenska og erlenda sýningamenn og ræktendur. Einnig er í bókinni frásögn af ferð tveggja kunnra hestamanna um byggðir og óbyggðir í Vestur-Skaftafellssýslu.
Rakin er saga fjórðungsmóta í Norðlendingafjórðungi í máli og myndum. Hræddur við hesta en er nú orðinn þekktur tamninga- og sýningamaður. Fór á miðjum degi úr skólanum upp í hesthús. Þýsk kona varð óvænt heimsmeistari í fjórgangi og tölti. Vel á annan tíma á leið yfir stórfljót. Íslendingur heimsmeistari í hestamennsku. Sextán ára unglingur hætti við að kaupa sér bíl og keypti í staðinn keppnishest og komst með hann á heimsmeistaramót fyrir íslenska hesta í Hollandi nú í sumar. Sex vetra gæðingur úr Skagafirði sigraði í B-flokki gæðinga á fjórðungsmóti Norðlendinga nú í sumar.. (Heimild: Formáli bókarinnar)
Bókin Hestar og menn 1993 eru 11 kaflar, þeir eru:
- Saga fjórðungsmóta á Norðurlandi
- Fjórungsmót á Vindheimamelum
- Myndir af ræktunarbúum á fjórðungsmótinu
- Vignir Siggeirsson
- Jóhann Þór Friðgeirsson
- Tveir á ferð um V-Skaftafellssýslu
- Íslandsmót á Akureyri
- Heimsmeistaramót í Hollandi
- Sigurður Vignir Matthíasson
- Jolly Schrenk
- Úrslit móta
Ástand: gott, ekkert krot né nafnamerking
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.