Nelson flotaforinginn mikli

Frömuðir sögunnar

Horatio Nelson, er einn af mestu sægörpum allra tíma, er ótvírætt hetja breskrar sögu. Þrír miklu sigrar hans – í orrustunum við Níl, Kaupmannahöfn og Trafalar – tryggðu honum þakklæti fððurlands síns: hvernig sigrarnir unnust færði honum frægð í þokkabót.

En eins og Roy Hattersley sýnir fram á í þessari fjörlega rituðu ævisögu, fengu menn ekki síður ást á Nelson en aðdáun. Hann vakti jöfnum höndum athygli með því að sniðganga erfðavenjur í sjóhernaði og hefðbundið kirkulegt siðgæði. Hann æsti ímyndunarafl manna bæði með yndi sínu af orrustum og sérstæðum lifnaðarháttum. Hann stappaði stólinu í sjóliða sem börðust með honum, og tilfinningar þær sem hann vakti í liði flotans breiddust út um Stóra-Bretland.

Nelson var algerlega örlagatrúar, og dauði hans – á því andartaki sem hann hafði kveðið niður hættu á franskri innrás um alla framtíð – virtist renna stoðum undir að hvert og eitt atriði ævi hans hefði verið fyrirfram ákveðið. En það var í líf sínu en ekki dauða sem hann skar sig úr. Frægð var leiðarljós hans. Þannig er það þegar litið er um öxl og þannig augum leit Nelson það. (Heimild: Kápuinnsíða)

Bókin hefur að geyma 16 litprentaðar myndasíður og 100 myndir prentaðar í svörtu.

Bókin Nelson flotaforinginn mikli er skipt í 8 kafla og að auki viðauki, þeir eru:

  • „Drengstauli“
  • „Frægð er fyrir stafni“ 1758-1787
  • Lárviðarsveigur eða grátviður? 1787-1797
  • „Napólí er hættustaður“ 1797-1800
  • Sómi Englands 1801
  • „Þeir komast ekki sjóleiðis“ 1801-1805
  • Trafalgar 1805
  • „Ánafnaði landi mínu“
  • Viðauki
    • Orðaskrá

Ástand: vel með farin

Nelson flotaforingi - Roy Hattersley

kr.1.500

2 á lager

Vörunúmer: 8501796 Flokkar: , Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,820 kg
Ummál 19 × 3 × 26 cm
Blaðsíður:

223 +myndir +orðaskrá: bls. 221-223

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Heitir á frummáli

Nelson

Útgefandi:

Örn og Örlygur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1979

Íslensk þýðing

Jón Á. Gissurarson

Ritstjóri

Chalfont lávarður

Höfundur:

Roy Hattersley