Verðmætasta eignin

Bók um eftirlaunasparnað og lífeyrismál

Eftirlaunasjóðurinn er verðmætasta eign hvers einstaklings. Það er undir þessum sjóði komið hvernig afkoman verður þegar starfsævinni lýkur. Á árinu 2003 voru meðaleignir 67 ára hjóna 20 milljóna króna virði, þar af var sparnaður um 5 milljónir. Lífeyrisréttindin eru áætluð 24 milljóna króna virði. Samanlagður eftirlaunasjóður er því 29 milljónir að meðaltali. Því fyrr sem byrjað er að huga að myndun sjóðsins þeim mun auðveldara er að tryggja fjárhagslegt öryggi til æviloka.

Markmið þessarar bókar er að vekja áhuga á lífeyrismálum. Í henni eru upplýsingar um hvaða réttindi eru fólgin í lífeyrissjóðum og bent á leiðir til að byggja upp eftireftirlaunasjóði með viðbótarsparnaði og velja persónutryggingar til að tryggja fjárhagslegt öruyggi á starfsævinni. Óskastaðan er að hver og einn geti ráðið sínum starfslokum og afkomu sinni eftir þau. Gullnu árin standa ekki undir nafni nema unnið sé vel að undirbúningi þeirra.

Bókin Verðmætasta eignin er skipt niður í 7 kafla + viðaukar, þeir eru:

  • Fyrst er að safna …
  • Réttindi í lífeyrissjóðum
  • Viðbótarlífeyrissparnaður og annar sparnaður
  • Hver er staðan þín?
  • Hvert skal stefna og hvernig er hægt að komast þangað?
  • Um ávöxtun eftirlaunasparnað
  • … svo er hægt að eyða
  • Viðauki:
    • Viðauki 1 Um lífeyriskerfi annarra þjóða
    • Viðauki 2 Mat á núverandi stöðu
    • Viðauki 3 Skrár

Ástand: gott bæði innsíður og kápa

Verðmætasta eignin - Íslandsbanki

kr.1.500

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,820 kg
Ummál 18 × 2 × 25 cm
Blaðsíður:

255 +myndir +línurit +töflur +Orðskýringar: bls. 245-251 +Atriðisorðaskrá: bls. 252-254

ISBN

9979911921

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Íslandsbanki

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2004

Hönnun:

Árni Pétursson (umbrot og hönnun), Halla Helgadóttir (kápuhönnun)

Höfundur:

Gunnar Baldvinsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Verðmætasta eignin – Uppseld”