Ítölsk-íslensk / íslensk-ítölsk orðabók (gul)
Þessi ítalska-íslenska orðabók, sem er sú fyrsta sinni tegundar, hefur verið beitt kerfisbundinn aðferð og tekinn til athugunar um 15.000 uppflettiorð í hvorum hluta. Jafnfram hefur verið reynt að fara inn á sem flest svið í báðum málunum, allt frá bókmenntamáli til venjulegs talsmáls, en sneitt að mestu hjá því að gera grein fyrir útlendum orðum í ítalska-íslenska hlutanum, þ.e. þeim orðum af enskum uppruna, sem hafa orðið algeng í ítölsku máli á allra síðustu árum svo sem computer, baby-sitter, week-end, disc-jockey, sem finna má merkingu á í ensk-íslensku orðabókum. (Heimild: formálsorð)
Bókin Ítölsk-íslensk / íslensk-ítölsk orðabók (gul) er skipt niður í 16 kafla í efnisyfirliti, þeir eru:
- Ítalska starfrófið
- Skammstafanir
- Ítalst – íslenskt
- Reglulegar sagnir
- Hjálparsagnir
- Óreglulegar sagnir
- Íslenska stafrófið
- Skammstafanir
- Íslenskt – ítalskt
- Töluorð
- Dagaheiti
- Mánuðir
- Nokkur landaheiti
- Heimsálfur
- Þjóðerni
- Nokkur tungumál
Ástand: Vel með farin, ath! búið að skrifa nafn mjög lítið á saurblað
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.