Heimssöguatlas Iðunnar
Heimssöguatlas Iðunnar er glæsilegt og viðamikið verk þar sem mannkynssögunni frá árdögum fram til síðustu ára er lokið upp fyrir lesendum í máli, myndum og á kortum. Framsetning efnisins er myndræn og skýr svo að auðvelt er að átta sig á atburðum og fylgjast með framþróun.
Á hverri opnu er á ítarlegum hátt fjallað um afmarkað efni og tímabil. Í vönduðum og fræðandi texta er annars vegar gerð grein fyrir kjarna hvers viðfangsefnis og hins vegar birtur annáll tímabilsins. Meginkostur og sérkenni verksins er þó myndefnið: Mikill fjöldi greinargóðra og lýsandi korta af sögusviði og aragrúi ljósmynda af forngripum, listaverkum, frægu fólki og sögulegum atburðum.
Verkið er allt litprentað og fjölbreytt og líflegt myndefni auðveldar skilning á atburðum, átökum, þróun og hvers konar hræringum í mannlegu samfélagi. Þetta heillandi verk er í senn handbók og yfirlitsrit sem ánægjulegt er að fletta og fróðlegt að lesa. (heimild: bakhlið bókarinnar)
Ástand: bæði innsíður og kápan góð, askjan í góð ástandi.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.