Öndvegiseldhús Reykjavíkur
Öndvegiseldhús Reykjavíkur er sambland af sögu gestgjafa Reykjavíkur og matreiðsluriti. Menningarspegill bókarinnar er matur og matargerð þar sem lögð er áhersla á hið séríslenska hráefni, ferskleika og hefðir. Í kjölfar sögulegs inngangs eru heimsóttir fimmtán veitingastaðir Reykjavíkur og saga þeirra rakin. Sumir hverjir bera ævintýralegri framsýni manna vitni, svo sem Perlan, en hugmyndir um veitingarekstur á toppi hitaveitutankanna eiga sér lengri sögu en margir þekkja. Aðrir eru reistir á sögufrægum slóðum og geyma löngu gleymdar ástir og átök og enn aðrir hluti af arfleifð fyrri tíma. Menningu veitingahúsanna eru gerð skil og áherslum í matargerð og móttöku gesta. Í kjölfarið eru svo gefnar uppskriftir af þriggja rétta máltíð hvers veitingahúss þar sem íslenskt hráefni er í fyrirrúmi að hætti hússins.
Rammi bókarinnar er gestrisni og matarmenning Reykjavíkur í 200 ár. Greint er frá sögulegri hefð Íslendinga sem gestgjafa og er þar stuðst við fornritin og heimildir úr þjóðháttafræði. Inngangur bókarinnar og meginlesmál fjallar um þróun Reykjavíkur sem menningarborgar og mikilvægi gestgjafans í þeirri þróun. (heimild: mbl.is 20. desember 2003)
Bókin er skipt niður í 18 kafla, þeir eru:
- Kalt stríð og kaffi
- Listasafnið á hótel Holti
- Grillið á Sögu
- Vox á Nordica hóteli
- Viðeyjarstofa
- Rauðará steikhús
- Þrír frakkar hjá Úlfarei
- Perlan
- Argentína steikhús
- La Primavera
- Humarhúsið
- Apótek bar og grill
- Sommelier Brasserie
- Einar Ben
- Hjá Sigga Hall
- Bæjarins beztu
- Heimildarskrá
- Myndaskrá
Ástand: gott bæði innsíður og kápa.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.