Undralæknirinn og sjáandinn Edgar Cayce

Bandaríkjamaðurinn Edgar Cayce sem lést árið 1945, þá 67 ára að aldri, er þvímælalaust einhver sá athyglisverðasti dulspekingur og sjáandi sem um getur á þessari öld.

Hann lauk aldreio barnaskólanámi, en í dásvefni talaði hann reibrennandi erlendar tungur, sá fyrir ævi manna og óorðna atburði, eða lýsti nákvæmlega löngu liðnu atburðum.

Einn undursamlegasti hæfileiki hans var að greina sjúkdóma manna, sem hann hafði aldrei heyrt eða séð, og búsettir voru í margra mílna fjarlægð, eða í öðrum löndum, og ráðleggja lyf eða aðgerðir af svo furðulegri þekkingu, að lærðir læknar fylltust undrun og aðdáun. Þannig hlutu sjúklingar svo þúsundum skipti fullan bata fyrir atbeina hans, og á stundum svo að jaðraði við óskýranleg kraftaverk.

Edgar Cacye sagði fyrir síðari heimsstyrjöldina, sá fyrir jarðskjálfta og náttúruhamfarir, og hafa sumir þeir spádómar verið að rætast að undanförnu, en aðrir eiga – ef til vill – eftir að rætast á þessum áratug, svo sem eins og eyðing New Yorkborgar, Los Angeles og San Francisco. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Undralæknirinn og sjáandinn Edgar Cayce er ekki með efnisyfirlitu, en við skoðun eru kaflarnir 16, þeir eru:

  • Sjáandi í svefni
  • Maðurinn Cayce
  • Tímaákvarðanir Cayce
  • Kenningarnar prófaðar
  • Jarðskjálftar í Kaliforníu
  • Spádómasgáfa Cayce
  • Læknarnir og Cayce
  • Heimar draumsins
  • Læknarnir vakna
  • Ólæknanlegir sjúkdómar
  • Heimilislyf Cayce
  • Heimar draumsins
  • Að lokum – Atlantis
  • Endurholdgun
  • Cayce-börnin
  • Leiðarlok

Ástand: gott, ekkert krot né nafnamerking

Undralæknirinn og sjáandinn Edgar Cayce

kr.1.600

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,420 kg
Ummál 16 × 2 × 24 cm
Blaðsíður:

276

Heitir á frummáli

Edgar Cayce: the sleeping prophe

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Örn og Örlygur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1971

Íslensk þýðing

Loftur Guðmundsson

Höfundur:

Edgar Cayce / Jess Stern

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Undralæknirinn og sjáandinn Edgar Cayce”