Að leikslokum

Þegar sænskættaði FBI-fulltrúinn John Adderley vaknar á sjúkrahúsi í Baltimore með skotsár á brjósti veit hann að hann er stálheppinn að vera á lífi. Á sömu sjúkrastofu liggur maðurinn sem beindi byssu að honum sólarhring áður.
Tíu árum fyrr, í Karlstad í Svíþjóð, leita Heimer og Sissela Bjurwall að dóttur sinni Emelie. Hún er einkaerfingi mikilla auðæfa og foreldrarnir óttast að henni hafi verið rænt. Í kjölfar þess að ásamt sæði finnst blóð úr stúkunni er ungur maður handtekinn.

Hann neitar sök og þar sem lík stúlkunnar finnst ekki sleppur hann við ákæru. Forvitni Johns Adderley vaknar þegar hann fær gögn um þetta gamla mál í hendur. Að loknum réttarhöldum þar sem hann ber vitni gegn höfuðpaurum í eiturlyfjahring fer hann huldu höfði í vitnavernd. John ólst upp í Svíþjóð og hann tengist hvarfi Emelie á ákveðinn hátt. Hann krefst þess að vera fluttur til gamla landsins og hefur störf hjá nýrri deild lögreglunnar í Karlstad þar sem þetta mannshvarf er rannsakað að nýju. Á sama tíma vofir hefnd eiturlyfjabarónanna yfir John.  (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Ástand: gott, laus við allt krot eða nafnamerkingu.

Að leikslokum - Mohlin & Nyström - MTH forlag 2022 - Kilja

kr.250

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,420 kg
Ummál 12 × 3 × 20 cm
Blaðsíður:

541

ISBN

9789935501264

Kápugerð:

Kilja

Heitir á frummáli

Det sidsta livet

Útgefandi:

MTH forlag

Útgáfustaður:

Akranes

Útgáfuár:

2022

Hönnun:

Aðalsteinn S Sigfússon (kápuhönnun), mth/KK (umbrot)

Íslensk þýðing

Sigurður Þór Salvarsson

Höfundur:

Mohlin & Nyström

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Að leikslokum – Mohlin & Nyström – Kilja”