Í greipum myrkurs
Úr öllum heimshlutum berast fregnir af fólki sem farist hefur í slysi eða er saknað. Í fyrstu virðast öll slysin vera óhöpp en brátt kemur í ljós að öll fórnarlömbin tengjast stærsta vísindarannsóknafyrirtæki heims. Ekkjur tveggja þeirra kynnast af tilviljun og brátt hefst æsileg atburðarás þar sem einhver er staðráðinn í að myrða þær. Hvað eftir annað sleppa þær með naumindum úr greipum dauðans. Brátt er hulu svipt af áformum sem breytt gætu lífi fólks á jörðinni á óhugnanlegan hátt, næðu þau fram að ganga. (heimild: bókatíðindi, 2004)
Ástand: bókin er vel með varin.