Íslandsatlas Eddu
Kort í mælikvarðanum 1:100.000
Íslandsatlas Eddu 1:100.000 er viðamesta kortabók yfir Ísland sem nokkru sinni hefur komið fyrir almenningssjónir og markar þáttaskil í íslenskri kortasögu. Landið allt, frá hæstu tindum til annesja og eyja, er sýnt á 132 stórbrotnum kortum í mælikvarðanum 1:100.000. Kortin eru afar nákvæm og geyma rúmlega 43.000 örnefni sem vísað er til í ítarlegri örnefnaskrá sem auk glæsilegra inngangskafla um íslenska náttúru eykur mjög á notagildi bókarinnar. Með stafrænni kortatækni eru svipbrigði landsins sýnd með ótrúlegri nákvæmni svo hvert mannsbarn skynjar hæð fjalla, dýpt dala og víðáttur öræfanna líkt og flogið væri yfir. Íslandsatlas er einstakt uppsláttarverk um landafræði Íslands sem ætti að vera til á hverju heimili. Svona hefur enginn séð Ísland áður. (Heimild: Bókatíðindi)
- Kortlagning Íslands: ágrip af kortasögu landsins / Örn Sigurðsson
- Ágrip af jarðsögu Íslands / Haukur Jóhannesson
- Gerðir jökla á Íslandi og saga jöklabreytinga / Oddur Sigurðsson
- Flóra og gróður Íslands / Eyþór Einarsson
- 132 kort í mælikvarðanum 1.100.000
- Rúmlega 43.000 örnefni
- Örnefnaskrá: bls. 162-207
Verkið Íslandsatlas Eddu er skipt niður í 9 kafla, þeir eru:
- Kortlagning Íslans: ágrip af kortasögu Íslands Örn Sigurðsson
- Ágrip af jarðsögu Íslands Haukur Jóhannesson
- Gerðir jökla á Íslandi Oddur Sigurðsson
- Flóra og gróður Íslands Eyþór Einarsson
- Yfirlitskort af Íslandi
- Sveitafélög á Íslandi
- Blaðskipting og skýringar
- Íslandskort 1:100.000
- Örnefnaskrá
Ástand: Gott eintak
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.