Saga mannkyns bók 1: Í upphafi var … Frá frummanni til fyrstu siðmenningar – ritröð AB
Saga mannkyns, ritröð AB, er norrænt verk í 16 bindum sem komu út á árum 1985 – 1994. Verkið var unnið á vegum H. Aschenhougs – útgáfunnar í Osló, og að baki því víðkunnir sagnfræðingar frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.
Þessi frábæra ritröð er auðlesið nútímaverk og áhersla er lögð á skýra framsetningu og léttan stíl svo að verkið sé auðlesið hverjum sem er. Það er byggt á nýjustu rannsóknum og ritað út frá nútímaviðhorfum í sagnfræði.
Verkið spannar allan heiminn, en viðburðirnir er ekki einungis athugaðir í sjóngleri Evrópumanns eins og oft hefur viljað gerast. Hér nægir ekki að segja frá „konungum og styrjöldum“, heldur er reynt að fjalla um „alla söguna“ – almenning, hversdagslíf, þjóðfélag.
Í þessu 1. bindi Í uphafi var … frá frummanni til fyrstu siðmenningar
bindi Í upphafi var … Frá frummanni til fyrstu siðmenningar
Bókin Saga mannkyns: Í upphafi var … frá frummanni til fyrstu siðmenningar eru 17 kaflar þeir eru;
- Dýrið sem át af skilningstrénu
- Maðurinn verður til
- Eldur og steinn
- Mál, trú og list
- Vígöld og verkaskipting kynjanna
- Upphaf landbúnaðar
- Upphaf siðmenningar
- Ýmsar slóðir í aldanna rás
- Rætur siðmenningar í Mið-Austurlöndum
- Þjóðfélagsmyndun í Mið-Austurlöndum
- Egyptaland og Afríka
- Þróun landbúnaðar og upphaf borgríkja í Suður-Evrópu
- Veiðimenn Evrópu verða bændur
- Indland og menning Indusdals
- Suaustur-Asía og Kyrrahafsvæðið
- Kína Austur-Asía
- Ameríska meginlandið
- Viðauki
- Þróunin – forlög eða tilviljun
- Bókaskrá
- Nafnaskrá
- Myndaskrá
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.