Vísindabók Villa 2

Vísindin eru ótæmandi brunnur því heimurinn okkar er svo rosalega merkilegur og skrýtinn. Sumt virðist flókið en er einfalt, en annað sem virðist sáraeinfalt og hversdagslegt er í rauninni hrikalega flókið. Þá er heppilegt að hver einasta manneskja, sem er forvitin um heiminn í kringum sig, er ofurhetja. Já, þú last rétt: ofurhetja!

Vísindabók Villa sló rækilega í gegn. Hér kannar Villi áfram á skemmtilegan og einfaldan hátt undur alheimsins og vísindanna. Meðal annars fjallar hann um dínamít, lofthjúpinn, andefni, steingervinga og snjókorn. Bókin geymir auk þess fjölda skemmtilegra tilrauna sem hægt er að gera heima.

Vísindabók Villa 2 opnar leið inn í undraheim vísindanna sem gaman er að týna sér í.

Ástand: gott.

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,778 kg
Ummál 25,5 × 1,5 × 31 cm
ISBN

9789935114556

Blaðsíður:

97 +myndir +Atriðaskrá: bls. 97

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

JPV útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2014

Höfundur:

Vilhelm Anton Jónsson;