Veistu, ef þú vin átt. Minningar Aðalheiðar Hólm Spans
Fyrir nær hálfri öld kvaddi Aðalheiður Hólm Ísland og fluttist til Hollands með eiginmanni sínum. Þótt hún væri ung að árum þegar hún sigldi utan, hafði hún víða komið við sögu. Aðeins átján ára gömul stofnaði hún ásamt öðrum konum Starfsstúlknafélagið Sókn, varð fyrsti formaður félagsins og um árabil stóð hún í fylkingu þeirra sem börðust fyrir mannsæmandi lífi íslenskrar alþýðu á kreppuárunum.
Í nýju landi kynntist Aðalheiður baráttu nýbúans sem alla ævi þarf að berjast fyrir því að vinna land til að verða talinn fullgildur þegn. Og í Holandi hefur Aðalheiður um áratuga skeið verið óþreytandi í starfi sínu í þágu Íslendinga auk þess að kynna Hollendingum íslenska tungu og íslenska þjóð.
Í lifandi og hispurslausri frásögn lýsir Aðalheiður því ógleymanlegu fólki sem helgaði líf sitt baráttunni fyrir betra lífi og bættri siðmenningu. Hún dregur upp meitlaðar og litríkar myndir af þjóðkunnu fólki og þjóðlífi sem nú er horfið. Ólgandi glettni og djúp einlægni seta sterkan svip á sögu þeirrar konu sem alla tíð hefur leitast við að vera trú tilfinningum sínum, manneskja með öðrum manneskjum – af fullu heillyndi. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Veistu, ef þú vin átt. Minningar Aðalheiðar Hólm Spans er skipt niður í 14 kafla +myndakafli, þeir eru;
- Og skuggarnir iða
- eins og að skríða úr eggi
- Engir tímar fyrir drauma
- Hann er manneskja eins og ég
- Farðu aldrei í hlutverkið hans
- Ef þig langar til að vita
- Í sínu gamla hlutverki
- Ertu emð útlendingi?
- Nú voru aðrir tímar
- Í borg hinna útvöldu
- Nú er að vinna friðinn
- Hver er eiginlega, frú Spans?
- Með nýrri kynslóð
- Í tveimur heimum
- Myndir
Ástand: gott,
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.