Útkall fallið fram af fjalli
Bók nr. 5
Fjórir áhrifamiklir atburðir eru efni þessarar bókar þar sem spenna og tilfinningaleg átök einkenna hinnar sannsögulegu frásagnir. Söguhetjur segja frá – þeir sem í hremmingunum lentu, björgunarfólk og aðstandendur. Í sögunum um Bryndísi Brandsdóttur og vélsleðamennina frá Dalvík sem týndust á Nýjabæjarfjalli fyrr á árinu koma fram nýjar ghliðar sem aldrei hafa komið fyrir almenningsjónir áður – m.a. þegar aðstandenur voru farnir að fela sig fyrir lögreglunni sem þeir töldu boðbera válegra tíðinda. Hallgrímur Magnússon lýsir sinni verstu lífsreynslu þegar hann horfði á eftir Magnúsi Hallgrímssyni, föður sínum, og Leifi Jónssyni lækni hverfa út í sortann fram af Grímsfjalli (200 metrar) – ótrúlegum atburði sem aldrei var sagt frá í fjölmiðlum á sínum tíma. Einnig lýsa fimm hraustir Eyjamenn því þegar þeir horfðust í augu við dauðann. Þessar frásagnir láta engan ósnortinn. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Fjórir áhrifamiklir atburðir:
Bryndís Brandsdóttir hrapar 200 metra fram af Grímsfjalli í jeppa 1998
Everestfarinn Hallgrímur Magnússon kemur föður sínum og félaga hans til bjargar á sama stað tæpum áratug áður.
Fimm Vestmannaeyingar voru hársbreidd frá drukknun í öldunum við Bjarnarey
„Týndir Dalvíkingar“ lýsa atburðum í snjóhúsi á Nýjabæjarfjalli 1998.
Bókin Útkall fallið fram af fjalli, er skipt niður í 5 kafla, þeir eru:
- Nagandi óvissan
- Í lausu lofti
- Fyrr má nú rota
- Hringdu í tíu tuttugu og einn!
- Engir kóladrengir
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.