Úr vesturbyggðum Barðastrandarsýslu
Þessi bók hefur að geyma sagnir og fróðleik ýmiss konar, nýjan og gamlan, og koma margir við sögu. Sagt er frá ýmsum mönnum, er sérstæðir voru og eftirminnilegir, sumir fyrir orð og tiltektir, aðri fyrir verklag og vinnubrögð, eða enn aðra hluti. Meðal þessara manna eru Helgi í Raknadal, Erlndur ríki á Látrum, Níels Björnsson frá Hvallátrum, Þórður Guðbjartsson á Patreksfirði, Guðmundur Jónsson, …
Fyrr á öldum þótti lögnum reimt á Vestfjörðum og hefur svo verið fram á okkar daga. Hér eru skráðar margar óvenju magnaðar og kjarngóðar draugasögur, sem mikill fengur er að. Þá er hér að finna sögur um huldufólk og álagabletti, og frásagnir eru af merkum draumum. Þáttur er um sjóskrímsli og mun margur telja þann þá sérstæðan og næsta ótrúlegan. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Úr vesturbyggðum Barðarstrandarsýslu er skipt í 4 hluta, þeir eru:
- Frá höfðingjum
- Dulrænar frásagnir
- Huldufólk og draumar
- Furðudýr
Ástand: gott.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.