Þorgils gjallandi ritsafn 1-4, 2 bindi innbundin
Verk þetta er í tveimur bindum. Fyrra bindið er ritsafn 1-2 og seinna bindið er ritsafn 3-4.
Þorgils gjallandi (1. júní 1851 – 23. júní 1915) er dulnefni fyrir Jón Stefánsson. Hann var fæddur að Skútustöðum við Mývatn. Hann bjó alla tíð í Þingeyjarsýslu og var hreppstjóri þar frá árinu 1890. Hann fór aðeins tvisvar sinnum út fyrir sýslumörkin. Foreldrar hans voru Stefán Helgason og Guðrún Ólafsdóttir. Þau eignuðust saman fjögur börn og komst Þorgils einn á legg. Hann missti móður sína þegar hann var níu ára og föður sinn þegar hann var aðeins 17 ára. Hann tók við búinu eftir dauða föður síns en að ári liðnu gerðist hann vinnumaður á ýmsum bæjum í sveitinni.
Þorgils var einn sérstæðasti liðsmaður raunsæisstefnunnar í íslenskum bókmenntum að því leyti að hann var bóndi og að öllu leyti sjálfmenntaður til skrifta. Upphafið að ferli Þorgils er að finna í sveitablöðum mývetninga á 8. og 9. áratug 19. aldar. Hann var natúralisti á evrópska vísu og gekk út frá dýrseðli mannsins og uppruna hans á meðal skepna náttúrunnar, enda eru söguhetjur hans ekki alhreinar heldur kynferðislegar verur sem stjórnast af þörfum og aðstæðum. Ástin var ekki bústaður eilífrar hugsjónar að hans dómi, heldur ástríða sem krefst útrásar, siðlaus og saklaus í senn, af því hún er sama og eðli mannsins. Ástarsögum Þorgils lýkur oftast nær með ósköpum því persónur hans geta ekki komið eðli sínu og lífi saman við skilyrði sem krefjast sjálfshöfnunar og bælingar. Ástæðan er fyrst og fremst sú að samfélagið hefur með siðareglum sínum afskræmt manninn, breytt honum úr fjörmiklu og kraftmiklu dýri sem stjórnast af hvötum í viðbjóðslegan varg, lymskan og síljúgandi.
Árið 1892 gaf Þorgils út bókina Ofan úr sveitum en hún hafði að geyma róttækustu sögur raunsæisstefnunnar fram til þess tíma, enda var hún flestu fólki í landinu mikil hneykslunarhella. Árið 1902 kom síðan út skáldsagan Upp við Fossa og sem fór heldur en ekki fyrir brjóstið á lesendum. Hún var almennt álitin vargur í véum og vart í húsum hæf, síst þar sem börn og unglingar komust í hana. Samt var ekki örgrannt um að þessi höfundur ætti siðsamlega hlið því að hann hafði sent frá sér allmargar dýrasögur allt frá árinu 1893 sem fólk kunni að meta. Árið 1910 kom úrval þessara sagna út undir nafninu Dýrasögur 1. Auk þessara verka skrifaði hann margar aðrar sögur og einnig greinar og erindi um margvísleg efni. Saga Þorgils er því saga afreksmanns sem ekki lét stéttarstöðu sína þagga niður í sér eða gagnrýni berja sig til hlýðni. Þorgils var orðinn tæplega fertugur þegar hann hóf að rita ádeilusögur sínar.
Verkið Þorgils gjallandi ritsafn 1-4
Fyrsta bindi
- Ofan úr sveitum (1. bindi)
- Leidd í kirkju
- Sér Sölvi
- Ósjálfræði
- Gamalt og nýtt
- Upp við fossa (1. bindi)
Annað bindi
- Smásögur (2. bindi)
- Kapp er bezt með forsjá
- Gísli húsmaður
- Frá Grími á Stöðli
- Skírnarkjóllinn
- Þjóðólfsþáttur
- Seingróin sár
- Aftanskin
- Snæfríðarþáttur
- Veizlulok
Þriðja bindi
- Dýrasögur (18 sögur)
- Sannar frásagnir um dýr (3 sögur)
- Smásögur (7 sögur)
- Erindi og ritgerðir (8)
- Hinsta kveðja (6)
Fjórða bindi
- Um útgáfuna
- Greinar úr blöðum og tímaritum (19)
- Viðauki: Gísli húsmaður (eftir Nýrri sumargjöf 1908)
- Bókarauki
- Arnór Sigurjónsson: Jón Stefánsson. Rithöfundurinn Þorgils gjallandi
Ástand: gott og vel með farið eintak
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.