Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar 1847-1917

Ævi og örlög Þóru Pétursdóttur Péturssonar biskups yfir Íslandi og eiginkona Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings eru líklega mátulega stór fyrir samtíma okkar. Saga hennar segir frá kjólum og karlmönnum, draumum og glæstum vonum; grábroslegum stundum í lífi lítillar þjóðar. Þetta er saga um tungumál og tjáningu, um þörf og hæfileika kvenna á síðari hluta nítjándu aldar til að búa til margradda frásögn um umhverfi sitt og þetta tímabil sögunnar sem þrátt fyrri allar ljósmyndirnar og textana er hljóðlaust og frosið. (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Þóra Pétursdóttir (f. 3. október 1847, d. 22. mars 1917) var íslensk myndlistakona. Þóra var dóttir Péturs Péturssonar biskups Íslands og eins auðugasta manns landsins og seinni konu hans Sigríðar Bogadóttur leikskálds.

Þóra giftist Þorvaldi Thoroddsen, náttúrufræðingi árið 1887 og þau eignuðust eina dóttur ári seinna sem dó aðeins fjórtán ára gömul. Þóra Pétursdóttir var ein af fyrstu íslensku konunum sem fengust við myndlist.[1] Þóra var einnig mikil áhugamanneskja um íslenskar hannyrðir og vann að bók um þær. Hún fékk greinar birtar víða, meðal annars í Kvennablaðinu sem ritstýrt var af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Bókin er meðal annars byggð á dagbókum og bréfa- og skjalasöfnum Þóru. (Heimild: WikiPedia)

Bókin Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar er skipt niður í 3 hluta með undirköflum, þeir eru:
  • Fyrsti hluti 1847-1873
    • Frá horni Pósthússtrætis og Austurstrætis árið 1865
    • Marmari og gimsteinar, arabar og negrar: Biskupsvígsla í Kaupmannahöfn vorið 1866
    • Íslendingur og módern
    • „[Y]ðar combinationsgáfa er mikil og yðar organiserandi augu glöggt“
    • Norður
    • Vandinn að vera biskupsdóttir
  • Annar hluti 1873-1886
    • Föstudagur 13. mars 1874
    • … lærir að syngja og teikna
    • Þjóðhátíðarsumar í Edinborg
    • The Heroine of Reykjavik
    • Eyjan auma
    • London og „sagan B“
    • „Excessive juxtaposition“
    • Í foreldrahúsum á fertugsaldri
  • Þriðji hluti 1887-1917
    • Sirka korter yfir átta til klukkan níu, föstudaginn 1. júlí 1887
    • Búskapur og barn og dauði biskups
    • „[J] a menn De ser jo ud som vi andre“
    • Síðustu ár í Reykjavík
    • Farin
    • Daglegt líf um víða veröld
    • Þóra fræðimaður
    • Barnið mitt einasta
    • Íslandsferð 1907
    • „Lífið hefur framar ekkert yndi fyrir mig“
    • 1917
  • Viðauki
    • Tilvísanir
    • Heimildir
    • Myndaskrá
    • Nafnaskrá

Ástand: gott, bæði innsíður og kápa

Þóra biskuos og raunir íslenskra embættismannastéttar - Sigrún Pálsdóttir

kr.1.200

2 á lager

Vörunúmer: 8501814 Flokkar: , Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,620 kg
Ummál 15 × 3 × 22 cm
Blaðsíður:

279 +myndir +nafnaskrá: bls. 266-279

ISBN

9789935111319

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

JPV útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2010

Hönnun:

Sigrún Pálsdóttir (kápuhönnun)

Höfundur:

Sigrún Pálsdóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar 1847-1917”