Þjóð í hafti

Þekkir þú sögu haftaáranna? Þegar öll verslun á Íslandi var hneppt í svo harðar viðjar að ekki mátti flytja bók til landsins án þess að biðja yfirvöld um leyfi? Þegar ávextir sáust ekki árum saman og fólk stóð næturlangt í biðröðum í von um að geta keypt sér eitt par af bomsum? Þegar innflutningsleyfi fyrir bílum gengu kaupum og sölum fyrir hærri verð en sjálfur bíllinn kostaðir? Þegar menn voru fangelsaðir fyrir að reisa sér bílskúr í óþökk yfirvaldanna? Þegar pólitísk spilling grasséraði, smygl og svaramarkaður, – og voldug hagsmunasamtök risu upp úr öllum áttum til að tryggja sinn hlut í haftakerfinu?

Þjóð í hafti er ítarleg úttekt á þrjátíu ára sögu verslunarfjötra á Íslandi, 1931-1960. Í bókinni er fjölmargt dregið fram í dagsljósið sem legið hefur í þagnargildi. Inn í sjálfa haftasöguna er auk þess tvinnuð almenn efnahags og stjórnmálasaga tímabilisins. (Heimild: bakhlið bókarinnar I. og II. bindi)

Bókin Þjóð í hafti, þrjátíu ára saga verslunarsögu á Íslandi eru 30 kaflar, þeir eru:

 • Eitt pund af blýi, eitt pund af dún
 • Frjáls verslun í ljósi sögunnar
 • Kreppupunktar
 • Upphaf haftaverslunar
 • Fjötrarnir reyrðir
 • Í haftinu
 • Gjaldeyrisþurrð
 • Gjaldeyris-sérréttindi S.Í.S
 • Höfðatölureglan
 • Einkasölur haftaáranna
 • Gengisfellingin 1939
 • Þjóðstjónarhöft
 • Kínverska skrúfstykki
 • Viðskiptaráðið
 • Fjárfestingaræði
 • Nefnd hagfræðinga boðar áætlunarbúskap
 • Alþjóðleg krafa um versluinarfrelsi
 • Haftastjórnin Stefanía
 • Áætlunarbúskapur Fjárhagsráðs
 • Stórráðið
 • Viðskiptanefndin
 • Skömmtun og biðraðir
 • Söngsveitin á Skólavörðustíg
 • Gengisfellingin 1950
 • Þáttaskil
 • Þýska kraftaverkið
 • Tími hægfara umbóta
 • Af pólitískum milliliðum
 • Vinstri stjórnin
 • Viðrein efnahagslífsins
 • Viðauki
  • Summary – útdráttur á ensku
  • Nokkrar heimildir
  • Ívitnanir
  • Mannanöfn

Ástand: gott

Þjóð í hafti - Jakob F Ásgeirsson

kr.1.200

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0.95 kg
Ummál 17 × 3 × 24 cm
Blaðsíður:

390 +myndasíður +töflur +teikningar

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Almenna bókafélagið

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1988

Hönnun:

Guðjón Ingi Hauksson (kápuhönnun)

Höfundur:

Jakob F. Ásgeirsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Þjóð í hafti, þrjátíu ára saga verslunarfjötra á Íslandi”