Þingvellir
Tildrög þessarar bókar eru þau, að á fimmtíu ára afmæli Menntamálaráðs Íslands, 1978, var samþykkt að minnast þeirra tímamóta með útgáfu rits um þjóðgarða Íslands, fólkvanga og friðlýst svæði. Voru margir til ráðnir að rita hver sinna kafla bókarinnar, og þar sem ég hafði um allmörg ár hugað að Þingvöllum, var til mín leitað um það efni. En nú gerðist hvorttveggja, að útgáfa ritverksins dróst og Þingvallakaflinn óx smám saman í höndum mér, eftir því sem árin liðu. Því varð að ráði milli mín og stjórnar Menningarsjóðs, að efni það yrði ekki lengur látið liggja, heldur gefið út sérstakri bók. (Heimild: Lokaorð bókarinnar)
Engu er líkara en íslenzka þjóðin hafi um ýmsa hluti átt sér leyndan hollvætt. Eitt slíkra tilstilla er það, að saman fer helgasti sögustaður hennar og sá staður sem í byggð landsins sem er hvað fjölskrúðugastur og fegurstur að náttúrufari. Frásögn Ara af Grími geitskör, sem fór um land allt að leita staðar undir allsherjarþing, nálgast þjóðsögu af einfaldri snilld. Í huga má sjá þá fyrir sér, Grím og fylgjara hans, með móða og óskóaða hestana, uppi í Hallinum gegnt Bláskógum. Þeir standa hátt í brekkunni, mælast ekki við, en horfa opineygir út yfir skóginn og vatnið og harðan völlinn fyrir neðan. Sá stríðhærði, sem við skör sína er kenndur, snýr sér við og lítur til sólar, hvar hún sé á baugnum; síðan horfast þeir á, félagarnir, með örlítilli brosvipru þreyttra manna í áfangastað.
Eins er þó vant á þessum stað, segir sagan. Upp vellina að sjá er gamall árfarvegur, djúpur í kötlum, en þurr. Áin, sem eitt sinn var, hefur kosið sér annað leg eða verið hrifsuð burt af búendum efra. (Heimild: Inngangsorð bókarinnar)
Bókin Þingvellir er skipt niður í 14 kafla og viðauki, þeir eru:
- Vellirnir efri og Vellirnir neðri
- Þingið
- Þingvöllur
- Lögberg
- Lögrétta
- Þingbúðirnar
- Höggstokkur og hylur, köstur, gálgi og kagi
- Gjáin kennd við almenning
- Frá Haki og suður í vatn
- Aðrar megingjár
- Kirkja, bær og tún
- Vatnið bjarta
- Bláskógur; staðir og leiðir
- Umhverfis Þjóðgarinn
- Viðauki
- Örnefnaskrá
Ástand: gott, bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.