Þarmar með sjarma

Allt um mjög svo vanmetið líffæri

Lykillinn að hamingjuríkara og heilbrigðara lífi býr innra með okkur. Þarmarnir eru ekki síður mikilvægir en heilinn og hjartað – samt veit fólk almennt lítið um starfsemi þeirra. Nú eru vísindamenn hins vegar að átta sig á því að það sem gerist í meltingarveginum getur skipt máli varðandi fjölmarga þætti í lífi okkar, allt frá offitu og ofnæmi til þunglyndis.

Giulia Enders, sem stundar doktorsnám í læknisfræði í Frankfurt, er óhrædd við að fara inn á svið þar sem fordómar, feimni og fliss hafa verið ráðandi. Skilaboðin eru skýr: Ef við sinnum meltingarveginum af alúð uppskerum við hamingju og vellíðan. En hvernig förum við að því? Þú kemst að því í þessari stórfróðlegu og skemmtilegu bók sem farið hefur sigurför um heiminn.  (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Efnisyfirlit, bókin Þarmar með sjarma er skipt niður í 3 kafla með undirköflum, þeir eru:

  • Þarmar með sjarma
    • Hvernig kúkar maður? – … og hvers vegna það margborgar sig að spyrja
      • Sit ég rétt á klósettinu?
    • Anddyrið að meltingarveginum
    • Samsetning þarmanna
      • „Gormaða“ vélindað
      • Skældi magapokinn
      • Alltumhlykkjandi smáþarmarnir
      • Ónauðsynlegi botnlanginn og þybbni ristillinn
    • Það sem við borðum í raun og veru
    • Ofnæmi, óþol og skortur á umburðarlyndi
      • Glútenóþol og glútenviðkvæmni
      • Mjólkursykurs- og ávaxtasykursóþol
  • Taugakerfi þarmanna
    • Hvernig líffærin okkar flytja matinn
      • Augun
      • Nefið
      • Munnurinn
      • Hálsinn
      • Vélindað
      • Maginn
      • Smáþarmarnir
      • Ristillinn
    • Að ropa súru
    • Að kasta upp
      • Hvers vegna ælum við og hvað má taka til bragðs
    • Hægðarteppa
      • Hægðalyf
      • Þriggja-daga reglan
    • Heili og þarmar
      • Hvernig þarmarnir hafa áhrif á heilann
      • Ergilegir þarmar, streita og þunglyndi
      • Hvar byrjar sjálf mitt?
  • Veröld örveranna
    • Maðurinn sem vistkerfi
    • Ónæmiskerfið og bakteríurnar okkar
    • Þróun þarmaflórunnar
    • Þarmabyggð í fullorðinni manneskju
      • Gen bakteríanna okkar
      • Þarmatýpurnar þrjár
    • Hlutverk þarmaflórunnar
      • Hvernig geta bakteríur gert fólk feitt?
      • Þrjár tilgátur
      • Kólesteról og þarmabakteríur
    • Illvirkjar – slæmar bakteríur og sníkjudýr
      • Salmonella með hatt
      • Helicobacter – elsta „gæludýrið“ í mannkynssögunni
      • Toxóplasmi – óhræddir kattavinir
      • Njálgur
    • Hreinlæti og góðar bakteríur
      • Hversdagslegt hreinlæti
      • Sýklalyf
      • Próbíótíka
      • 1. Nudd og smyrsl
      • 2. Öryggisþjónustan
      • 3. Góðir ráðgjafar og leiðbeinendur
      • Prebíótíka
  • Viðauki
    • Þakkir
    • Helstu heimildir

Ástand: gott, bæði innsíður og kápa

Þarmar með sjarma - Giulia Enders

kr.800

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8501813 Flokkar: , Merkimiðar: , , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,320 kg
Ummál 14 × 2 × 21 cm
Blaðsíður:

272 +myndir

ISBN

9789935475084

Kápugerð:

Kilja

Útgefandi:

Veröld

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2015

Hönnun:

Eyjólfur Jónsson (umbrot)

Teikningar

Jill Enders

Íslensk þýðing

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir

Höfundur:

Giulia Enders

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Þarmar með sjarma – Uppseld”