Stóra smákökubókin
Gullfalleg bók með 55 smákökuuppskriftum
Smákökubakstur er rík hefð á Íslandi. Uppskriftir ganga gjarnan á milli kynslóða og sömu kökurnar kunna jafnvel að vera ólíkar eftir landshlutum. Í þessari bók eru gamlar og góðar kökur sem hafa lifað með þjóðinni í stílabókum, dagbókum, glósubókum og á lausum blöðum en einnig nýjar og spennandi uppskriftir að ljúffengum smákökum. Þá má ekki gleyma smákökum sem eru án sykurs eða hveitis og eru hreinlega bráðhollar. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Fanney Rut Elínardóttir er höfundur metsölubókarinnar Hvorki meira né minna sem kom út árið 2010
Bókin Stóra smákökubókin er skipt í 2 kafla, þeir eru:
- Góð ráð við baksturinn
- 55 smákökuuppskriftir
Ástand: gott, mjög vel með farin