Sigurður Guðmundsson, málari
Sigurður Guðmundsson (1833-1874), oftast nefndur Sigurður málari, fæddist 9. mars 1833 á Hellulandi í Hegranesi, Skag., en fluttist 11 ára að aldri að Hofstöðum í Viðvíkursveit með foreldrum sínum. Þau voru Guðmundur Ólafsson frá Vindhæli á Skagaströnd og k.h. Steinunn Pétursdóttir frá Ási í Hegranesi.
Leikni Sigurðar í teiknun vakti athygli í sveitinni og eggjuðu margir föður hans að senda drenginn út í málaranám. Sigurður fékk inngöngu í Konunglegu dönsku listaakademíuna í Kaupmannahöfn án endurgjalds og hljóp upp um bekk, sem þótti fáheyrt.
Sigurður kom aftur til Íslands eftir námið 1858 og settist að í Reykjavík. Hann kenndi m.a. teiknun og gerði mannamyndir og altaristöflur, en listmálun varð þó ekki hans aðalstarf.
Sigurður var forystumaður um stofnun Forngripasafnsins árið 1863, en safnið varð síðar að Þjóðminjasafni Íslands. Sigurði blöskraði hversu lítið Íslendingar virtust hirða um fornminjar og hversu margir forngripir voru fluttir úr landi. Áleit Sigurður það hluta af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga að sjá til þess að gripir yrðu ekki lengur fluttir til Danmerkur. Fyrsti umsjónarmaður Forngripasafnsins var Jón Árnason en skömmu síðar var Sigurður einnig skipaður umsjónarmaður og gegndi hann því starfi til dauðadags. Hann viðaði að safninu efni, skráði gripi og skrifaði um þá skýrslur.
Sigurður starfaði einnig mikið að leikhúsmálun, hannaði búninga og gerði sviðsmyndir og hann hannaði nýjan íslenskan kvenbúning, skautbúning, úr gamla faldbúningnum. Sigurður lét sig varða skipulagsmál og var fyrstur manna til að stinga upp á vatnsleiðslu til Reykjavíkur og kom með hugmyndir um byggingu sundlauga í bænum og útivistarsvæði í Laugardalnum. (Heimild: MBL, 9. mars 2017)
Bókin Sigurður Guðmundsson, málari eru 2 kaflar, þeir eru:
- Æviminningar Jón Auðuns
- Myndir Hallgrímur Jónsson „læknir“
Ástand: Gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.