Samlokur

Grípandi góðgæti fyrir nautnafólk

Samlokur er falleg, hlýleg, skemmtileg bók full af heilsusamlegum og góðum uppskriftum af samlokum og gómsætum salötum og alskonar áleggi sem hentar með brauði. Einnig er hægt að nota bókina sem hugmyndabanka eða uppflettirit um hvað er hægt að setja á milli brauðsneiða og við hvaða tilfelli er heppilegt að bjóða upp á brauð og álegg. Samlokuuppskriftirnar er fjölbreyttar, einfaldar, bragðgóðar og girnilegar.
Bókin er hönnuð með það í huga að auðvelt sé að vinna hana í eldhúsinu. Fremst í bókinni er innihaldsskrá þar sem hægt er að leita að uppskriftum eftir því hvaða hráefni hugurinn girnist eða eftir því hvað er til í ísskápnum. Síðan taka við hugmyndir að því fljótlegasta, en á eftir taka síðan við uppskriftir af ýmsum salötum og öðru áleggi. Sá hluti er brotinn upp með kryddjurtasíðu, nestissíðu, barnasíðu og veislusíðu þar sem er að finna ýmislegt skemmtilegt eins og sögur og margvíslegar myndir. Bókin endar svo á nokkrum blaðsíðum sem upplífgandi er að lesa og tengjast mat, næringu og máltíðum. Neðst á hverri blaðsíðu eru setningar um lífið og tilveruna sem tengjast næringu okkar órjúfanlegum böndum.
Bókina skrifa tveir sérfræðingar um næringu og mat, Heiða Björg Hilmisdóttir og Bryndís Eva Birgisdóttir. (Heimild: Bókatíðindi)

Efnisyfirlit, bókin Samlokur – grípandi góðgæti fyrir nautnafólk, er flokkaðar eftir hráefnum, þeir eru:

  • Brauð
  • Fiskur
  • Ostur
  • Grænmeti og mauk
  • Kotasæla
  • Kjöt
  • Egg
  • Mysingur og hnetusmjör
  • Ávextir, ávexta- og berjamauk
  • Uppskriftir eftir hráefnum
  • Uppskriftir nesti
  • Uppskriftir sígild samsetning
  • Uppskriftir gleðskapur
  • Geymsla matvæla

Ástand: gott, bæði innsíður og kápa

Samlokur grípandi góðgæti fyrir nautnafólk - Heiða Björg Hilmisdóttir og Bryndís Eva Birgisdóttir

kr.1.400

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8501616 Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,290 kg
Ummál 21 × 1 × 21 cm
Blaðsíður:

83

ISBN

997995860X

Kápugerð:

Gormabók

Útgefandi:

Eldhús Heiðu og Bryndísar (TO BE ehf)

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2003

Hönnun:

Ólöf Birna Garðarsdóttir (útlit/grafísk hönnun)

Ljósmyndir:

Heiða Björk Hilmisdóttir (úr einkasafni), Ólafur Magnússon (Ljósmyndasafn Reykjavíkur), Sigríður Kristín Birnudóttir, Sóley Hansen (úr einkasafni)

Höfundur:

Bryndís Eva Birgisdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Samlokur – grípandi góðgæti fyrir nautnafólk – Uppseld”