Nostradamus við upphaf nýrra aldar

Nostradamus var án efa mesti spámaður sem uppi hefur verið, og allt frá því að bækur hans komu fyrst út hafa menn fylgst með því er einn spádómurinn af öðrum rætist. Áhuginn á verkum hans hefur aldrei verið meiri en einmitt nú, enda hefur komið í ljós að hann taldi að síðustu ár þessarar aldar myndu marka tímamót í sögunni. Við sem nú lifum, stöndum við upphaf nýrrar aldar sem gæti líka verið upphafið á nýju og betra líf fyrir allt mannkyn.

Spádómsrit Nostradamusar hafa verið túlkuð á ýmsa vegu, en í þessari bók er í fyrsta sinn birt nýtt kerfi sem vinnur á skipulegan hátt úr upplýsingunum sem faldar eru í torræðum textum hans. Verkið er unnið af mikilli þekkingu og nákvæmni, en niðurstöðurnar eru settar fram á einfaldan og hrífandi hátt. Bókin er unnin í samvinnu bókaútgefenda um allan heim og hefur verið vandað til hennar í hvívetna: hana prýðir fjöldi mynda og framsetning efnisins er í senn aðlaðandi og aðgengileg.

Bókin Nostradamus við upphaf nýrra aldar er skipt niður í fimm hluta auk inngangs og dulmálslykill, þeir eru:

  • Inngangur
    • Eldur Vúlkans – kynning á dulmálslyklinum
  • Fyrsti hluti
    • Stutt útskýring á dulmálslyklinum
  • Annar hluti
    • Á vit framtíðar
  • þriðji hluti
    • Aldamótin nálgast
  • Fjórði hluti
    • Framtíðin
  • Fimmti hluti
    • Kerfið útskýrt til hlítar
  • Dulmálslykillinn fullgerður

Ástand: gott

Nostradamus - VJ Hewitt and Peter Lorie

kr.1.400

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8501363 Flokkar: , Merkimiðar: , ,

SKU: 8501363Categories: , Tags: , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,610 kg
Ummál 20 × 2,5 × 22 cm
Blaðsíður:

207 +myndir

ISBN

9979531452

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Heitir á frummáli

Nostradamus : the end of the millennium

Útgefandi:

Forlagið

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1991

Íslensk þýðing

Guðrún J. Bachmann

Höfundur:

Peter Lorie, V. J. Hewitt

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Nostradamus – Við upphaf nýrrar aldar – Uppseld”