Með lífið að veði

Leið norðurkóreskrar stúlku til frelsis

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Yeonmi Park frá Norður-Kóreu upplifað miklar mannraunir. Árið 2007, þá 13 ára, flýði hún grimmilegar aðstæður heima fyrir ásamt móður sinni til Kína. Þar lentu þær í klóm mansalshrings sem hneppti þær í þrældóm. Um síðir tókst þeim á æsilegan hátt að flýja til Suður-Kóreu.

Með lífið að veði er bók sem hefur vakið mikla athygli. Þessar mögnuðu endurminningar, sem nú hafa verið gefnar út í tugum landa, varpa ljósi á myrkustu kima Norður-Kóreu. En þetta er þó einkum saga staðfestu og hugrekkis ungrar konu sem lagði líf sitt að veði til að öðlast frelsi. Ótrúleg saga sem er í senn spennandi eins og bestu reyfarar og áminning um hve mikils virði frelsið er.

Yeonmi Park er nú einn þekktasti og um leið einn harðasti gagnrýnandi ógnarstjórnarinnar í Norður-Kóreu. Vitnisburður hennar er fágætur, upplýsandi og afar mikilvægur.

Með lífið að veði er fræðandi og um leið ótrúleg saga ungrar konu sem neitaði að gefast upp. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Ástand: gott

Með lífið að veði - Yeonmi Park

kr.250

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,450 kg
Ummál 14 × 2 × 21 cm
Blaðsíður:

273 +16 ótölusettar myndablaðsíður +myndir +kort

ISBN

9789935486387

Heitir á frummáli

In order to live

Kápugerð:

Kilja

Útgefandi:

Almenna bókafélagið

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2017

Hönnun:

Björn H. Jónsson (kápuhönnun)

Íslensk þýðing

Elín Guðmundsdóttir

Höfundur:

Maryanne Vollers (aðstoðaði við ritun bókarinnar), Yeomni Park

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Með lífið að veði – Kilja – Uppseld”