Lönd og þjóðir – Heimur þekkingar
Lönd og þjóðir er ítarleg skoðun á löndum heims og menningu íbúa þeirra. Fjallað er um loftslag, landshætti, landbúnað, iðnað og efnahagslíf, íbúa og lifnaðarhætti á hverju svæði. Sögu og stjórnarfari frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar fram til þessa eru gerð skil til að auka skilning á þeim atburðum er hafa mótað núverandi líf okkar.
Heimur þekkingar er nýr spennandi flokkur fræðandi bóka, sem öll fjölskyldan getur haft ánægju af. Á hverri blaðsíðu er myndefni og lesefni komið fyrir með þeim hætti, að nota má bókina hvort heldur sem er til skemmtilegstrar eða fróðleiks. Í hverri bók eru um 250 litmyndir, margar svart-hvítar myndir og nærri 100.000 orð.
Efnisyfirlit, bókin Lönd þjóðir er skipt niður í 2 hluta sem samtals eru 13 kaflar, þeir eru
- Fyrsti hluti
- Vestur-Evrópa
- Austur-Evrópa
- Norður-Ameríka
- Mið-Ameríka
- Suður-Ameríka
- Vestur-Indíur
- Annar hluti
- Suðvestur-Asía
- Suður-Asía
- Austur-Asía
- Suðaustur-Asía
- Afríka
- Eyjaálfa
- Heimskautasvæðin
Ástand: gott, innsíður góðar og kápan góð
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.